is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30498

Titill: 
 • Kóagúlasa neikvæðir stafýlókokkar á Landspítala: Afturvirk rannsókn á faraldsfræði og sýklalyfjanæmi
 • Titill er á ensku Coagulase negative staphylococci in Landspítali. A retrospective study on epidemiology and antibiotic resistance
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Inngangur. Kóagúlasa neikvæðir stafýlókokkar (KNS) úr líkamsfóru manna eru algengir sýkingarvaldar á sjúkrahúsum, einkum vegna hárrar tíðni sýklalyfjaónæmis og getu til að mynda örveruhulu á íhlutum. Sjúkrahúsklónar hafa náð alþjóðlegri útbreiðslu, þ.á.m. NRCS-A klónn af S. capitis. Klónninn, sem hefur valdið blóðsýkingum á nýburagjörgæslum víða um heim, er meticillín og gentamicin ónæmur og vancomycin misnæmur. S. capitis með samskonar næmismunstur greindist í nýbura Vökudeildar Landspítala árið 2014. Margt er óljóst varðandi faraldsfræði KNS og hún hefur aldrei verið rannsökuð á Íslandi. Markmið rannsóknarinnar var að ákvarða tegundadreifingu KNS úr blóði og örverufríum vefjum á Landspítala, kanna sýklalyfjanæmi og leita að NRCS-A klóni S. capitis á Vökudeild.
  Efni og aðferðir. Efniviður þessarar afturvirku rannsóknar voru KNS úr blóðræktunum og örverufríum vefjum sem varðveittir voru á Sýkla- og veirufræðideild Landspítala á tímabilinu 2008-2016, auk KNS úr skimun nýbura, starfsfólks og umhverfis Vökudeildar á árunum 2016-2017. KNS voru tegundagreindir með MALDI-TOF MS. Niðurstöður næmisprófa úr þjónusturannsóknum voru teknar saman og næmi S. capitis prófað með aukalyfjum og vancomycin misnæmisprófi. Tilvist NRCS-A klóns S. capitis var könnuð með kjarnsýrumögnun og rafdrætti genabúta í púlssviði. Tilraun var gerð til þess að skyldleikagreina S. capitis með MALDI-TOF tækninni.
  Niðurstöður. KNS án annarra sýkla fundust í 26% af 11.434 jákvæðum blóðræktunum. Algengustu tegundir á meðal 776 varðveittra KNS (487 sjúklingar) voru S. epidermidis (66%), S. hominis (16%) og S. capitis (10%). Úr örverufríum vefjum voru 115 KNS (90 sjúklingar) varðveittir, þar af 62% S. epidermidis. KNS úr blóði, aðrir en S. capitis, voru meticillín ónæmir í 59% tilvika og alltaf vancomycin næmir. Kjarnsýrumögnun á 187 S. capitis greindi klón NRCS-A í 70% (nær allir úr blóði barna og skimunarsýnum Vökudeildar) og þar af sýndu valdir S. capitis klónal skyldleika í PFGE. Ekki fengust áreiðanlegar niðurstöður úr tilraun til skyldleikagreiningar með MALDI-TOF MS. Algengi sýklalyfjaónæmis hjá S. capitis NRCS-A var: gentamicin/meticillín (100% af 124/131), daptomycin (41% af 37), linezolid (5% af 38), ceftaroline/vancomycin (0% af 38/74) og vancomycin misnæmi greindist í 90% (af 73).
  Umræða. Í þessari fyrstu rannsókn á KNS á Íslandi reyndust tegundadreifing og algengi meticillín og vancomycin ónæmis sambærileg við niðurstöður erlendra kannana. Staðfest var að hinn alþjóðlegi S. capitis NRCS-A klónn barst til Vökudeildar Landspítala fyrir minnst 10 árum síðan og hefur valdið þar blóðsýkingum. Klónninn er alltaf meticillín og gentamicin ónæmur, ólíkt öðrum KNS, og nær alltaf vancomycin misnæmur.
  Ályktun. Rannsóknin innleiddi aðferðir til greiningar á S. capitis NRCS-A og vancomycin misnæmi sem munu auðvelda eftirlit með útbreiðslu klónsins og greiningu vancomycin misnæmis í KNS tegundum úr ífarandi sýkingum. Tæplega 800 KNS úr blóði hafa nú verið tegundagreindir og leggur það grunninn að rannsóknum á tilvist vancomycin misnæmis og sjúkrahúsklóna á meðal S. epidermidis á Landspítala. Hátt hlutfall S. epidermidis voru ónæmir fyrir cefoxitin (methicillin) ásamt öðrum lyfjum sem gæti verið vísbending um að sjúkrahússtofn finnist á Landspítala. Vancomycin misnæmur S. capitis NRCS-A klónn hefur tekið sér bólfestu á Vökudeild og því þörf á að framkvæma vancomycin misnæmispróf á S. capitis ef hann greinist í blóði nýbura. Hægt er að nota PCR aðferðina til þess að greina S. capitis NRCS-A klón en hún er mun fljótlegri en PFGE. Þrátt fyrir að ekki hafi tekist að meta skyldleika með MALDT-TOF MS þá er skyldleikagreining með tækninni raunhæfur möguleiki og væri mjög áhugavert að kanna frekar.

 • Útdráttur er á ensku

  Introduction. Coagulase negative staphylococci (CoNS) are human commensals that have become common nosocomial pathogens due to high rate of antibiotic resistance and capacity to produce biofilms on indwelling devices. International hospital clones, e.g. S. capitis NRCS-A, have been described. This methicillin resistant, gentamicin resistant and vancomycin heteroresistant clone has caused bloodstream infections among infants in neonatal intensive care units (NICUs) worldwide. S. capitis with identical resistance pattern was isolated from a neonate in Landspitali’s NICU in 2014. Much remains to be learned about the hospital epidemiology of CoNS and it has never been studied in Iceland. The aim of this study was to determine species distribution among CoNS from blood and other sterile specimens, examine antibiotic susceptibility and explore the presence of S. capitis NRCSA in Landspitali’s NICU.
  Methods. This retrospective study examined CoNS that were preserved from blood and other sterile specimens at Landspitali during 2008-2016, and CoNS from infant, staff and environmental screening in the NICU during 2016-2017. Species identification was performed with MALDI-TOF MS. Results
  from initial antibiotic susceptibility tests were summarized and S. capitis tested for additional antibiotics and vancomycin heteroresistance. The presence of S. capitis NRCS-A was explored by using PCR and PFGE. An attempt was made to strain type S. capitis by the use of MALDI-TOF.
  Results. CoNS alone grew from 26% of 11.434 positive blood culture sets. The commonest species among 776 preserved isolates (487 patients) were S. epidermidis (66%), S. hominis (16%) and S. capitis (10%). Preserved isolates from sterile specimens counted 115 (90 patients), whereof 62% were S. epidermidis. Non-S. capitis CoNS from blood were methicillin resistant in 59% of cases: vancomycin resistance was not detected. PCR on 187 S. capitis indicated NRCS-A in 70% (almost all
  from infant blood and screening specimens in NICU) and selected S. capitis among these revealed clonal relatedness in PFGE. Attempt to strain type via MALDI-TOF MS did not yield reliable results. Prevalence of antibiotic resistance among S. capitis NRCS-A was: gentamicin/methicillin (100% of 124/131), daptomycin (41% of 37), linezolid (5% of 38), ceftaroline/vancomycin (0% of 38/74), and
  vancomycin heteroresistance was detected in 90% (of 73).
  Discussion. In this first study on CoNS in Iceland, species distribution and prevalence of methicillin and vancomycin resistance were comparable to results of other studies. The international S. capitis NRCS-A clone has been present in the NICU for at least 10 years and caused blood stream infections. NRCS-A isolates were all methicillin and gentamicin resistant, unlike other CoNS studied, and almost always vancomycin heteroresistant.
  Conclusion. The study introduced methods to detect S. capitis NRCS-A and vancomycin heteroresistance, thus facilitating surveillance of NRCS-A spread and detection of vancomycin heteroresistance in various CoNS from invasive infections. Species identification of almost 800 CoNS from blood enable future studies on the presence of vancomycin heteroresistance and nosocomial clones among S. epidermidis in Landspítali.

Styrktaraðili: 
 • Vísindasjóður Landspítala
Samþykkt: 
 • 29.5.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/30498


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MSc_Lokaritgerð_Álfheiður_Þórsdóttir.pdf1.45 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_Álfheiður_Þórsdóttir.pdf136.66 kBLokaðurYfirlýsingPDF