is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30501

Titill: 
 • Áhrif nálastungna á tóbaksnotkun. Fræðileg samantekt
 • Titill er á ensku The effects of acupuncture on tobacco use. A systematic review
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Bakgrunnur: Tóbaksnotkun er algeng um allan heim og hægt er að rekja mörg heilsufarsvandamál til notkunarinnar. Einnig er talið að um 6 milljón manns látist árlega vegna tóbaksnotkunar. Margar aðferðir hafa verið notaðar til að aðstoða fólk við að hætta notkuninni og undanfarið hafa viðbótarmeðferðir verið nýttar í auknum mæli. Ein þeirra er nálastungumeðferð en árangur hennar er enn umdeildur.
  Tilgangur: Að skoða hver áhrif nálastungna eru á tóbaksnotkun og að samþætta nýlegar rannsóknir um efnið, auk þess að meta hvort nálastungur geti gagnast í meðferð gegn tóbaksnotkun.
  Aðferð: Gerð var kerfisbundin leit í gagnabönkunum PubMed, Scopus og Cinahl þar sem leitað var eftir megindlegum rannsóknargreinum á ensku sem komu út árin 2007-2017. Aðeins voru skoðaðar rannsóknir sem fjölluðu um áhrif nálastungna á tóbaksnotkun. Við greiningu heimilda var notast við PRISMA flæðirit. Niðurstöður voru flokkaðar niður eftir því hvar rannsóknirnar voru gerðar.
  Niðurstöður: Samtals stóðust tíu rannsóknargreinar inntökuskilyrðin. Fjórar rannsóknir voru frá Suður-Kóreu, þrjár frá Alþýðulýðveldinu Kína og þrjár frá Bandaríkjunum. Rannsóknirnar gáfu til kynna að nálastungur höfðu áhrif á fráhvarfseinkenni, löngun og notkun tóbaks í einhverjum mæli. Nálastungur virðast geta hentað sem meðferð gegn tóbaksnotkun og þá sérstaklega til að eiga við fráhvarfseinkenni tóbaks. Í þeim rannsóknum þar sem veittar voru fleiri nálastungumeðferðir virtist árangurinn vera betri.
  Ályktun: Nálastungur geta dregið úr fráhvarfseinkennum, notkun og löngun í tóbak og gætu hentað vel sem viðbót við aðrar meðferðir til að draga úr tóbaksnotkun. Því er vert að hjúkrunarfræðingar þekki þennan möguleika og geti þannig bent þeim sem vilja hætta að nota tóbak á fjölbreyttari leiðir til að ná markmiðum sínum. Rannsóknir á efninu eru ólíkar og því þörf á frekari rannsóknum sem bera saman ólíkar nálastungumeðferðir.

 • Útdráttur er á ensku

  Background: Tobacco use is common worldwide and many health problems are connected to its use. It‘s also estimated that about 6 million people die yearly because of tobacco use. Many different methods have been used to assist with tobacco cessation and lately alternative therapies have been getting more popular. Acupuncture therapy is one of them, but the success rate is still controversial.
  Purpose: To estimate the effects of acupuncture on tobacco use and to integrate new researches on the subject, as well as to estimate if acupuncture can be useful in tobacco cessation therapy.
  Method: A systematic search was conducted in the databases PubMed, Scopus and Cinahl to search for quantitative peer reviewed articles in English that were published in the years 2007-2017. Only researches that covered the effects of acupuncture on tobacco use were considered. A PRISMA flowchart was used to analyze the findings. The results were sorted by where the researches took place.
  Results: A total of ten peer reviewed articles met the inclusion criteria. Four studies came from South-Korea, three from the People‘s Republic of China and three from the United States of America. The studies showed that acupuncture effected withdrawal symptoms, longing and usage of tobacco to some degree. Acupuncture can be a beneficial therapy for tobacco cessation, particularly to combat withdrawal symptoms of tobacco. In studies that had an increased number of sessions of acupuncture therapy appeared to lead to greater success.
  Conclusion: Acupuncture can reduce withdrawal symptoms, use and longing for tobacco and could be useful as an addition to other therapies for tobacco cessation. Therefore nurses should be aware of this possibility and be able to offer those who want to quit using tobacco a variety of options to reach their goals. Researches on the subject differ and therefore more researches that compare different kinds of acupuncture therapy are needed.

Samþykkt: 
 • 29.5.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/30501


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Áhrif nálastungna á tóbaksnotkun.pdf1.74 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing fyrir skemmuna.pdf121.41 kBLokaðurYfirlýsingPDF