is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/30502

Titill: 
  • „Jöklarnir verða ekki hér að eilífu”: Samfélagsábyrgð fyrirtækja í takt við ábyrga ferðamennsku
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í takt við mikla fjölgun ferðamanna á Íslandi hefur jöklaferðamennska farið vaxandi. Ferðamenn vilja upplifa eitthvað sérstakt á ferð sinni um landið og getur ferð á jökul verið hluti af því. Með fjölgun ferðamanna í jöklaferðir ríður á að jöklafyrirtæki sýni ábyrgð og nærgætni í því umhverfi sem þeir starfa. Hér verður fjallað um þann skilning sem viðmælendur tveggja fyrirtækja í jöklaferðamennsku leggja í hugtakið samfélagsábyrgð fyrirtækja, hvaða áherslur eru ríkjandi og hvernig það endurspeglast í starfsemi þeirra. Einnig verður hugtakið ábyrg ferðamennska skilgreint og sett í samhengi við samfélagsábyrgð fyrirtækja. Farið verður yfir hvaða þættir samfélagsábyrgðar skipta ferðamanninn mestu máli í vali hans á ferðaþjónustufyrirtæki og hvort hann líti á sig sem ábyrgan ferðamann. Niðurstöður okkar sína að hægt er að skipta meginþáttum samfélagsábyrgðar þessara tveggja jöklafyrirtækja í fjóra flokka: umhverfið, nærsamfélag, öryggi og ábyrg ferðaþjónusta. Erfitt var að gera greinarmun á samfélagsábyrgð og ábyrgri ferðaþjónustu en þessi tvö hugtök eiga margt sameiginlegt og fyrirtækin gera í raun ekki greinarmun á þeim. Ferðamenn telja sig vera ábyrga þegar kemur að ferðalögum sínum til landsins og þeir þættir sem fyrirtæki leggja áherslu á skipta sköpum á vali þeirra á ferðaþjónustufyrirtæki á Íslandi.

  • Útdráttur er á ensku

    Glacier tourism has grown rapidly in Iceland along with the increased number of tourists travelling to the country. Tourists want to experience something unique on their journey and glacier tourism can provide them with what they are looking for. With the increased number of tourists in glacier tourism, it is important that glacier tour operators show responsibility when it comes to the environment they operate in. This essay discusses the understanding that two representatives of glacier tour operators put in the concept of corporate social responsibility, what their priorities are and how it can be reflected in their operation. The concept of responsible tourism will also be discussed and put in context with corporate social responsibility. We will look into what part of corporate social responsibility important are most important for the travelers when it comes to choosing a tour operator and if they consider themselves being a responsible tourist. Our conclusion reveals that corporate social responsibility of these two glacier tour operators can be divided into four categories: the environment, society, safety and responsible tourism. It was almost impossible to find difference between the concept of corporate social responsibility and responsible tourism as they have a lot in common and the representatives did not make a distinction between the two concepts. Tourists consider themselves as being responsible and those factors that the tour operators emphasize on can make a difference when choosing a tour operator in Iceland.

Samþykkt: 
  • 29.5.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30502


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
„Jöklarnir verða ekki hér að eilífu”. Samfélagsábyrgð fyrirtækja í takt við ábyrga ferðamennsku.pdf1.15 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_Katla_Steinþóra.pdf63.11 kBLokaðurYfirlýsingPDF