Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/30503
Í litlum samfélögum getur ferðamennska haft mikil áhrif á heimamenn og samfélagið í heild sinni. Áhrif ferðamennsku á heimamenn hafa töluvert verið rannsökuð en breytingar á lífsgæðum í tengslum við þau hafa lítið sem ekkert verið rannsökuð á Íslandi. Í ljósi þess er tilefni til þess að rannsaka þau áhrif og varpa fram spurningunni hvernig ferðamennska hefur áhrif á lífsgæði heimamanna. Skipta má heimamönnum í tvo hópa, þá sem starfa í ferðaþjónustu og þá sem gera það ekki. Í þessari ritgerð eru þeir heimamenn sem starfa ekki í ferðaþjónustu í aðalhlutverki og markmið ritgerðarinnar er að fræðast um upplifun og viðhorf þeirra til ferðamennsku á svæðinu. Þessum upplýsingum var aflað með eigindlegri rannsókn þar sem tekin voru viðtöl við fjóra heimamenn. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að ferðamennska hefur áhrif á lífsgæði heimamanna, þá sérstaklega neikvæð áhrif á félags- og menningarlega þætti. Einnig kom í ljós að nauðsynlegt er að bæta umgjörðina utan um ferðaþjónustu til þess að lágmarka þau neikvæðu áhrif sem hún hefur á heimamenn.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Ferðamönnum virðist allt leyfilegt.pdf | 889.6 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing_Sigrún_Elfa_Bjarnadóttir.pdf | 518.09 kB | Lokaður | Yfirlýsing |