Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/30505
Lífsgæði spila stóran þátt í hamingju fólks. Aukning ferðamanna á lítil svæði getur ýmist dregið úr eða aukið lífsgæði heimamanna. Í þessari ritgerð er skoðað hvernig ferðamennska hefur áhrif á lífsgæði heimamanna á Hjalteyri. Í fræðilega hluta ritgerðarinnar er fjallað um hver áhrif ferðamennsku getur verið, efnahagsleg, menningarleg, umhverfisleg og félagsleg. Eftir það er fjallað um hvernig ferðamennskan hefur áhrif á heimamenn, hvað felst í lífsgæðum og hvernig aukning ferðamanna hefur áhrif á þau. Einnig er farið yfir fjögur stig áreitakvarða Doxey. Framkvæmd var eigindleg rannsókn þar sem tekin voru viðtöl við fjóra einstaklinga sem hafa búið á Hjalteyri í 10 ár eða fleiri. Niðurstöður rannsóknarinnar eru byggðar á viðtölum rannsóknarinnar þar sem viðmælendur fjalla um upplifun og reynslu sína. Í ljós kom að aukning ferðamanna hefur bæði jákvæð og neikvæð áhrif á lífsgæði heimamanna á svæðinu. Mismunandi var hvernig upplifun viðmælenda var háttað. Engar vísbendingar voru um að það væru tengsl á milli þess hvort að viðmælendur væru jákvæðari eftir því hvort þeir gætu mögulega hagnast á ferðamennskunni eða ekki. Heimamenn geta nýtt sér þjónustu sem hefur verið byggt upp í kjölfar ferðaþjónustunnar og meira mannlíf hefur kviknað á staðnum ásamt uppbyggingu. Það kom þó einnig fram að það þarf að halda góðu skipulagi og hlusta meira á heimamenn þegar ferðaþjónustan á Hjalteyri er skipulögð.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
„Þeir koma og fara eins og mörgæsir“.pdf | 1,59 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
yfirlýsing.pdf | 108,83 kB | Lokaður | Yfirlýsing |