en English is Íslenska

Thesis (Undergraduate diploma)

University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > Diplómaritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/30509

Title: 
 • Title is in Icelandic Röntgenrannsóknir af lungum. Gæðaverkefni
Degree: 
 • Undergraduate diploma
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Inngangur: Lungnamyndir eru algengustu röntgenrannsóknir sem gerðar eru á spítölum. Lungnamyndir eru yfirleitt fyrstu rannsóknir sem nemar í verknámi í geislafræði læra að framkvæma og gera sjálfstætt.(2) Lungnamyndir eru nýttar til að skoða lungun og brjóstholið. Þær eru notaðar til að meta lungun, hjartað og brjóstvegginn og eru hagnýtar til að greina andmæði, þrálátan hósta, hita, brjóstverki og meiðsli.
  Hægt er að meta röntgenrannsóknir af lungum með því að skoða ýmsa þætti bæði hvað varðar gæði mynda og geislaskammta. Ef meta á myndirnar með tilliti til líffærafræði er hægt að notast við spurningalista útgefin af Evrópuráðinu þar sem talað er um hvað fullkomin lungnamynd sem er tekin beint á bak skal sýna.
  Það er gríðarlega mikilvægt að draga úr endurtekningum á myndum til að lágmarka þann geislaskammt sem sjúklingur verður fyrir.
  Markmið: Markmið þessarar rannsóknar er að meta gæði lungnamynda sem teknar eru á Landsspítalanum og varpa ljósi á það hvort þörf sé á að bæta verklag við innstillingar. Líffræðileg gildi og annað sem á að koma fram á röntgenmynd af lungum verður skoðað og metið hvort það standist þær kröfur sem settar eru fyrir röntgenrannsóknir af lungum.
  Vísindalegur ávinningur rannsóknarinnar er að gefa góða sýn á gæði lungnamynda á Landspítalanum og hagnýtur ávinningur hennar er að geta bætt gæði og þá þjónustu sem veitt er.
  Efni og aðferðir: Um er að ræða afturvirka rannsókn á 100 einstaklingum sem gengust undir PA lungnamyndatökur á myndgreiningardeild Landsspítalans við Hringbraut og í Fossvogi á tímabilinu 1.janúar 2018 til 1.febrúar 2018. Valdar voru myndir af handahófi í rannsóknina. Hömlur rannsóknarinnar voru að sjúklingarnir væri á aldrinum 18 – 60 ára , væru fæddir á árunum 1958 – 2000 og höfðu komið í PA lungnamyndatöku.
  Notast var við tölvu á myndgreiningardeild Landspítalans við Hringbraut sem hefur IMPAX myndskoðunarforritið til að skoða myndirnar. Forritið Microsoft Excel 365 var notað við alla gagnasöfnun og tölfræðiúrvinnslu.
  Niðurstöður: Af 100 rannsóknum voru 7 rannsóknir sem stóðust öll viðmið sem sett voru fyrir rétt tekna lungnamynd. 2 af þeim viðmiðum sem sett voru fyrir voru í lagi á öllum 100 rannsóknunum og var það að loft sæist í barka og að ysti hluti lungna ásamt rifbeinum sæist. Þau viðmið sem oftast voru ekki í lagi voru að bringu- og viðbeinsliðir séu samhverfir og í jafnri fjarlægð frá hrygg, Herðablað inni í lungnauppbyggingu og að sinus phrenico costalis séu skarpir
  Umræður: Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna að gæði lungnamynd við Landsspítalann eru að mörgu leyti ásættanleg. Mörg viðmið voru sett fyrir rétt tekna lungnamynd og þrátt fyrir að fáar myndir hafi náð að uppfylla öll viðmið þá var heildar myndin ásættanleg. Þegar skoðaðar eru svipaðar rannsóknir erlendis frá er yfirleitt skoðuð um 5 – 6 viðmið og gæði yfirleitt metin ásættanleg, í þessari rannsókn voru skoðuð 17 viðmið.
  Ályktanir: Gott væri að fara yfir með geislafræðingum hver viðmið fyrir lungnarannsóknir eru og hvernig er best að ná þeim fram. Mikilvægt er að geislafræðingar gefi sér góðan tíma í innstillingu á sjúkling strax við fyrstu mynd til að komast hjá því að þurfa að endurtaka mynd eða senda frá sér ófullkomna mynd.

Accepted: 
 • May 30, 2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/30509


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Ritgerð Berglind .pdf1.59 MBOpenComplete TextPDFView/Open
yfirlýsing.pdf339.06 kBLockedYfirlýsingPDF