is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30510

Titill: 
 • Ávinningur af námskeiði í hugrænni atferlismeðferð fyrir hjúkrunarfræðinga
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Geðsjúkdómar eru vaxandi heilbrigðisvandamál í vestrænum heimi. Lyfjameðferðir eru oft fyrsta úrræðið í geðheilbrigðisþjónustu en nú hefur áhugi aukist fyrir öðrum meðferðarformum, líkt og hugrænni atferlismeðferð (HAM). Því er mikilvægt að auka kennslu og þjálfun hjúkrunarfræðinga í gagnreyndum meðferðarformum. Hjúkrunarfræðingar hérlendis hafa haft takmörkuð tækifæri til þess að kenna og þjálfa sig í að veita slíkar viðtalsmeðferðir. Erlendis hafa hjúkrunarfræðingar fengið góða kennslu og þjálfun í viðtalsmeðferðum í áratugi. Hjúkrunarfræðingar hafa verið að veita viðtalsmeðferðir líkt og HAM erlendis með góðum árangri fyrir skjólstæðinga sína. Með námskeiðum í gagnreyndum viðtalsmeðferðum fyrir hjúkrunarfræðinga mætti stuðla að aukinni þekkingu hjúkrunarfræðinga, sem gæti leitt til betri þjónustu fyrir sjúklinga sem glíma við andleg veikindi. Árangur af slíkum námskeiðum fyrir hjúkrunarfræðinga hérlendis hefur lítið verið skoðaður, svo vitað sé til.
  Tilgangur rannsóknarinnar er að meta árangur af námskeiði/kennslu í hugmyndafræði hugrænnar atferlismeðferðar fyrir hjúkrunarfræðinga á Landspítala. Þátttakendur rannsóknarinnar voru 29 hjúkrunarfræðingar sem störfuðu á barna- og geðsviði Landspítalans. Um er að ræða íhlutunar rannsókn með aðlöguðu tilraunasniði (quasi experiment). Spurningarlistar ásamt spurningum um bakgrunnsbreytur voru lagðar fyrir hjúkrunarfræðinga. Spurningalistar sem lagðir voru fyrir eru: Starfshættir í hjúkrun 1 og 2, IS-VIÐHORF og Skynjun á lífinu (sjá fylgiskjöl). Niðurstöður rannsóknarinnar sýna fram á þekkingaraukningu, aukið sjálfsöryggi, betri hæfni, ánægju og vellíðan við notkun HAM hjá íhlutunarhóp.
  Lykilorð: Hugræn atferlismeðferð, hjúkrunarfræðingar, starfshættir, námskeið, kennsla.

 • Útdráttur er á ensku

  Mental health problems is a growing factor in western world medical systems. Medications have been dominant in mental health care, but interest have now increased for other forms of treatment such as cognitive behavioural therapy(CBT). With increased attendance of clients to CBT, therapists need to maintain their training. In Iceland as well as in many other countries nurses have limited opportunities to study and provide specialized proven treatment such as cognitive behavioral therapy. Internationally nurses have received good training in interviewing treatments for decades. Nurses have been providing treatments like CBT internationally with good results for their clients. With courses for nurses in evidence-based interviewing procedures knowledge would be increased as well as service for patients with mental ilness. The effect of a course in the methodology of cognitive behavioral therapy for nurses has not been researched in Iceland. The purpose of the study is to evaluate the success of the course/teaching in the ideology of cognitive behavioral therapy for nurses at Landspítali. This is an intervention study with a customized experimentation. Questionnaries and questions about background parameters will be submitted to 29 nurses. Listed questionnaries were: Nurses procedure 1 and 2, IS- Attitude and Perception of life (see vouchers). The results of the study demonstrate increased knowledge, increased self-confidence, improved ability, satisfaction and success with using CBT in the intervention group.
  Keywords: Cognitive behavioral therapy, nurses, procedure, course, teaching.

Samþykkt: 
 • 30.5.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/30510


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ávinningur af námskeiði í hugrænni atferlismeðferð fyrir hjúkrunarfræðinga.pdf1.13 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf41.66 kBLokaðurYfirlýsingPDF