is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30514

Titill: 
  • Áhrif þess að starfa við sakamálarannsóknir ofbeldisbrota gegn börnum: Streita og önnur geðræn áhrif
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Fjöldi rannsókna hafa sýnt að þeir sem sinna lögreglustarfi séu útsettari fyrir ýmsum geðræn áhrifum á borð við streitu sem geta haft áhrif á þeirra daglega líf. Í þessari ritgerð var lögð áhersla á að skoða þau geðrænu áhrif sem geta fylgt því að rannsaka sakamál sem fela í sér ofbeldisbrot gegn börnum. Sýnt var fram á að áhrifin geta verið af ýmsu tagi, allt frá vægum einkennum streitu yfir í alvarleg einkenni áfallastreituröskunar. Einnig kom í ljós að það sem virðist orsaka þessi áhrif er sú berskjöldun sem rannsóknarlögreglumenn verða fyrir og þá sérstaklega í rannsókn netbrota gegn börnum. Enn fremur var farið yfir þá sálfræðilegu aðstoð og úrræði sem í boði eru ef þessi geðrænu áhrif koma fram. Þá var farið yfir þær forvarnir sem þjálfa rannsóknarlögreglumenn til að bregðast við áfallaatburði á þann hátt að þeir þrói ekki með sér ýmis geðræn vandamál í kjölfar atburðar. Í lokin var fjallað um ástæður að baki þess hvers vegna rannsóknarlögreglumenn eiga það til að leita sér ekki aðstoðar þrátt fyrir þau úrræði sem eru í boði. Þar var sérstaklega einblínt á ríkjandi lögreglumenningu og þrýsting samfélagsins sem áhrifaþætti í slíkum tilhneigingum.

  • Útdráttur er á ensku

    Ample research has shown that psychological problems often come with the police profession. This thesis places emphasis on these issues concerning investigations on criminal cases including violent crimes against children. The thesis manifests that these issues are various, from mild symptoms of stress to serious symptoms of PTSD. Thereto, what seems to indicate the cause for such issues is the exposure while on duty, especially on cases involving internet crimes against children. Later on the psychological services and resources available if such symptoms emerge were reviewed. Likewise, the preventive measures were taken into account to counteract the development of such psychological problems followed by traumatic experiences. Finally, it was discussed why some detectives have the tendency to not seek out the service that are provided for them. Such tendency might be caused by the police culture and the pressure from the community.

Samþykkt: 
  • 30.5.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30514


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS-RITGERÐ.pdf312.17 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlysing.jpg351.86 kBLokaðurYfirlýsingJPG