Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/30516
Bakgrunnur: Bráða eitilfrumuhvítblæði (ALL) er algengasti illkynja sjúkdómurinn hjá börnum. Eina leiðin til að lækna hann er hörð lyfjameðferð og henni geta fylgt miklar aukaverkanir. Mikilvægt er að hjúkrunarskráning sé rétt og nákvæm til þess að tryggja öryggi og gæði hjúkrunar.
Tilgangur: Draga fram helstu aukaverkanir af lyfjameðferð við ALL og skoða skráningu þeirra á Barnadeild Barnaspítala Hringsins. Skoða hvort megi bæta verklag við skráningu aukaverkana og einkenna þeirra.
Aðferð: Heimildaleit fór fram í rafrænum gagnagrunnum Hirsla, Pubmed og Scopus, í bókum sem tengjast viðfangsefninu og heimasíðum National Cancer Institute og Krabbameinsskrá Íslands. Auk þess var notast við samnorræn lyfjafyrirmæli fyrir börn í meðferð við ALL. Einnig voru tekin viðtöl við hjúkrunarfræðinga sem starfa á Barnadeild Barnaspítala Hringsins.
Niðurstöður: Algengustu aukaverkanir lyfjameðferðar ALL eru ógleði, verkir, beinmergsbæling, munnslímhúðarbólga og hægðatregða. Þessum aukaverkunum fylgja oft einkenni sem eru erfið viðureignar og gjarnan fylgja lík einkenni ólíkum aukaverkunum. Hjúkrunarfræðingar Barnadeildar könnuðust við þessar aukaverkanir og töluðu um hvernig þeir mátu og skráðu þessar aukaverkanir. Ekki var algert samræmi á milli hjúkrunarfræðinga hvernig þeir skráðu hjúkrun hjá þessum börnum.
Ályktun: Samræma mætti betur skráningar á Barnadeild Barnaspítala Hringsins svo hægt væri að nálgast gögn úr sjúkraskrám með auðveldum hætti. Einnig mætti skoða innleiðingu á skráningarblaði og á matskvörðum til þess að auðvelda skráningu og gera hana samhæfðari.
Til þess að bæta skráningu enn frekar væri vert að kanna möguleikann á kennslu á sögukerfi
Landspítalans. Jafnvel mætti endurtaka þá kennslu þegar koma nýjar uppfærslur og þegar hjúkrunarfræðingur hefur starfað í ákveðinn tíma, honum til upprifjunar.
Lykilorð: Bráða eitilfrumuhvítblæði, hjúkrunarskráning, aukaverkanir, lyfjameðferð, börn.
Background: Acute lymphoblastic leukemia (ALL) is the most common malignant disease in children. High dosage chemotherapy is the only known way to cure it. However, severe side effects are known to be a possible result. Nursing documentation of these side effects is very important to ensure safety and quality in the nursing of these children.
Aim: To elicit the most common side effects of ALL chemotherapy and look at the nursing documentation of them at Barnaspítali Hringsins. And to explore whether work procedures on nursing
documentation for these side effects and their symptoms could be improved.
Methods: References were gathered from the electronic databases of Hirsla, Pubmed and Scopus, from books containing information on the subject and from the websites of the National Cancer Institute and Krabbameinsskrá Íslands. In addition, the Nordic society of pediatric haematology and oncology treatment protocol for children with ALL was used to gather information. Nurses from Barnaspítali Hringsins were interviewed to gather information on nursing documentation.
Results: The most common side effects of ALL are nausea, pain, bone marrow suppression, mucositis and constipation. Numerous severe symptoms follow these side effects and are often similar
between various side effects. Nurses in Barnaspítali Hringsins were aware of these side effects and mentioned how they assess and document them. There were inconsistencies between nurses´ documentation on how they treated the children.
Discussion: Consistency in nursing documentation in Barnaspítali Hringsins should be improved so that it would be easier to get information from medical records. Moreover, an introduction of a documentation form and assessment scales should be considered. This would simplify and increase consistency within nursing documents. To improve nursing documentation further, it would be in order to explore the possibility of a program teaching new staff how the electronic medical records are recorded and to show the possibilities that the system offers.
Furthermore, a required repetition of the said course for current members of staff after system updates and changes and after having worked for a certain period of time.
Keywords: Acute lymphoblastic leukemia, nursing documentation, side effects, chemotherapy, children.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaritgerð-Hafdís Ósk-og-Kristín.pdf | 1.02 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing um meðferð lokaverkefnis.pdf | 54.6 kB | Lokaður | Yfirlýsing |