is Íslenska en English

Lokaverkefni (Diplóma bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Diplómaritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30520

Titill: 
 • Geislaálag vegna myndgreiningarannsókna við fíkniefnaleit
Námsstig: 
 • Diplóma bakkalár
Útdráttur: 
 • Inngangur: Fíkniefnasmyglarar beita ýmsum hugvitsamlegum leiðum til að koma varningi sínum á sölumarkað fram hjá augum lögregluyfirvalda. Ein slík leið felst í því að koma efninu fyrir í pokum og geyma þá í líkamanum, til dæmis með því að gleypa þá. Þessu fylgir töluverð áhætta ef poki rifnar. Smygl af þessu tagi er greint hér á landi með tölvusneiðmyndun, en ekki er vitað hversu margir eru myndaðir eða hversu mikið geislaálag er vegna þessara rannsókna.
  Markmið: Markmið rannsóknarinnar var að komast að því hversu margar tölvusneiðmyndarannsóknir við fíkniefnaleit eru framkvæmdar og hversu mikið geislaálag varð vegna þeirra.
  Efni og aðferðir: Skoðuð voru gögn frá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja um allar fíkniefnaleitir sem voru framkvæmdar þar árin 2016-2017. Rannsóknir voru taldar og reiknað út hversu margir einstaklingar voru rannsakaðir. Sótt voru gögn um geislaskammta og lengdargeislun hverrar rannsóknar ásamt því hvort rannsókn var jákvæð eða neikvæð. Kyn og aldur þeirra sem voru rannsakaðir og hversu margar rannsóknir hver einstaklingur fór í var einnig skráð. Úr þessu var reiknuð meðalgeislun rannsókna, meðalgeislun á einstakling, hópgeislaálag, hlutfall jákvæðra og neikvæðra rannsókna ásamt aldursdreifingu og kynjahlutfall. Einnig voru sótt gögn um farþegafjölda um Keflavíkurflugvöll á tilgreindum tíma frá vefsíðu Isavia.
  Niðurstöður: 127 rannsóknir fundust af 97 einstaklingum, þar af 32 konur og 65 karlar. Tíðni rannsókna var um 16 fíkniefnaleitir fyrir hverja milljón farþega. Meðalgeislaálag var 11,73 ± 2,21 mSv fyrir hverja rannsókn og 15,36 ± 7,00 mSv fyrir hvern einstakling. Hópgeislaálag var 1,49 ± 0,68 manSv. 37 (29,1%) rannsóknir voru jákvæðar en 89 (70,1%) neikvæðar og 1 (0,8%) tvíræð. Meðalaldur var 33,07 ± 10,98 ár.
  Umræður: Meðalgeislaálag rannsókna var nálægt meðalgeislaálagi fyrir TS kviðarhol sem þekkist í Evrópu, en ýmist yfir eða innan frávika frá landsviðmiðum Norðurlanda. Lágskammtarannsóknir hafa reynst vel við fíknefnaleit erlendis, en aldur og eiginleikar TS tækja á hverjum stað hafa nokkur áhrif á hvort hægt sé að gera lágskammtarannsóknir.
  Ályktanir: Þó geislaálag sé nálægt meðallagi sem þekkist erlendis má gera meiri kröfur um að halda því lágu í ljósi þess að verið er að mynda viðkvæma einstaklinga sem gætu átt erfitt með að gefa upplýst og frjálst samþykki fyrir rannsókninni. Því ætti að rannsaka möguleika á því að minnka geislaálag með því að útbúa lágskammtarannsókn.

Samþykkt: 
 • 30.5.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/30520


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Geislaálag vegna myndgreiningarannsókna við fíkniefnaleit.pdf1.64 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing um meðferð verkefnis.pdf317.03 kBLokaðurYfirlýsingPDF