is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30525

Titill: 
 • Könnun á heilsulæsi fólks á biðlista eftir skurðaðgerð og prófun á fræðslubæklingi um verkjameðferð
 • Titill er á ensku Health literacy of people waiting for surgery and testing of an educational booklet on post-operative pain management
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Bakgrunnur: Verkir meðal skurðsjúklinga eru algengir og getur ónóg verkjastjórnun hægt á bataferlinu og skert lífsgæði. Þátttaka sjúklinga í verkjameðferð sinni stuðlar að betri verkjastillingu. Sjúklingar útskrifast nú fyrr heim af sjúkrahúsi en áður sem leiðir af sér aukna kröfu um þátttöku þeirra í sjálfsumönnun þegar heim er komið, til dæmis verkjameðferð. Því er mikilvægt að sjúklingar fái góða fræðslu um verkjameðferð áður en þeir útskrifast. Fræðsluþarfir fólks eru einstaklingsbundnar en mismunandi heilsulæsi fólks getur haft áhrif á hvernig það meðtekur fræðsluefni.
  Tilgangur rannsóknar: Að tryggja gæði fræðslubæklings um verkjameðferð eftir skurðaðgerð á Landspítala sem þýddur var úr ensku yfir á íslensku og staðfærður með leyfi höfundar. Bæklingurinn ber heitið Pain relief after your surgery eða Verkjameðferð eftir skurðaðgerð og var upphaflega unninn af Dr. Judy Watt-Watson við Háskólann í Toronto, Kanada. Markmið rannsóknarinnar var að kanna heilsulæsi einstaklinga á biðlista eftir skurðaðgerð á Landspítala og kanna skilning hluta þeirra á innihaldi bæklingsins með aðferð ígrundaðra samtala.
  Rannsóknarsnið og aðferð: Rannsóknin var tvískipt með blandaðri aðferð, annars vegar megindleg, lýsandi þversniðsrannsókn þar sem stuðst var við spurningalista og hins vegar eigindleg þar sem þátttakendur voru boðaðir í ígrunduð viðtöl. Þátttakendur voru einstaklingar á aldrinum 18-75 ára sem voru á biðlista almennra skurðlækninga fyrir valskurðaðgerð á Landspítala í febrúarmánuði 2018. Sendir voru spurningalistar um heilsulæsi til 101 einstaklings. Af þeim sem svöruðu spurningalistanum voru valdir sex einstaklingar með mismunandi heilsulæsi til þess að lesa yfir bækling um verkjameðferð eftir skurðaðgerð með aðferð ígrundaðra samtala. Unnið var úr gögnum fyrri hluta rannsóknar í tölfræðiforritunum Excel og SPSS og notast var við lýsandi tölfræði, fylgnistuðla, tíðnitöflur og óstikuð próf. Í seinni hluta var stuðst við PEMAT-matstækið við úrvinnslu viðtala.
  Niðurstöður: Þátttakendur sem svöruðu spurningalistanum um heilsulæsi voru 57 talsins. Niðurstöðurnar leiddu í ljós að helmingur (50,0%) þátttakenda reyndist vera með fullnægjandi heilsulæsi en aðeins 7,4% með ófullnægjandi heilsulæsi. Ekki reyndist marktækur munur á heilsulæsi eftir kyni, aldri eða menntunarstigi þátttakenda. Viðtölin gengu vel og allir viðmælendur töldu fræðslubæklinginn um verkjameðferð eftir skurðaðgerð auðlesinn og hjálplegan. Flestar athugasemdir viðmælenda beindust að orðavali, textastíl og efnisinnihaldi textans.
  Ályktanir: Í ljósi þess hve algengir verkir eftir skurðaðgerðir eru mætti gera það að stöðluðu verklagi að skurðsjúklingar fái skriflegt fræðsluefni um verkjameðferð með sér heim við útskrift. Mikilvægt er að miða fræðsluna út frá hverjum og einum. Fræðsluþarfir einstaklinga eru ólíkar og spilar heilsulæsi þar inn í. Heilsulæsi Íslendinga hefur lítið verið rannsakað hingað til. Niðurstöður þessarar rannsóknar benda til þess að heilsulæsi einstaklinga á biðlista eftir skurðaðgerð sé í samræmi við niðurstöður evrópskra rannsókna á heilsulæsi almennings. Gagnlegt væri að kanna það nánar með stærri rannsókn þar sem tekið væri stærra og fjölbreyttara úrtak. Sú aðferð að nota ígrunduð samtöl við þróun á fræðsluefni reyndist vel til þess að bæta gæði fræðslubæklingsins sem prófaður var. Niðurstöðurnar sýna að fræðslubæklingurinn virðist henta einstaklingum með mismunandi heilsulæsi. Það er mat rannsakenda að bæklingurinn sé tilbúinn til notkunar ef gerðar eru lítilsháttar lagfæringar. Ef horft er til framtíðar gæti þessi aðferð ígrundaðra samtala nýst vel við þróun á nýju fræðsluefni.
  Lykilorð: Verkir skurðsjúklinga, sjúklingafræðsla, heilsulæsi, ígrunduð samtöl.

 • Útdráttur er á ensku

  Backround: Post-operative pain is common. Unsufficient pain management can delay the recovery process and reduce quality of life. Patients’ participation in pain management leads to more sufficient pain relief. Nowadays, patients discharge earlier from the hospital than before which makes it even more important for patients to participate in self-care, for example in own pain management. Therefore patient education before discharge is important. People’s educational needs are different from one individual to another. Health literacy can effect how people can understand educational materials.
  Objective: To ensure good quality of an educational booklet on post-operative pain management at Landspítali which was translated from English to Icelandic and localized with the author’s permission. The booklet is called Pain relief after your surgery and was originally made by Dr. Judy Watt-Watson, University of Toronto, Canada. The goal of this research was to test health literacy among people waiting for surgery and test their understandability on the booklet’s content using cognitive interviewing.
  Methods: The research was bipartite with two methods, descriptive cross-sectional research using questionnaires and qualitative research using cognitive interviewing. Participants were aged 18-75 years and were on a waiting list for alternative, general surgery at Landspítali in February 2018. Questionnaires on health literacy were sent to 101 persons. Six of those who answered the questionnaire and had different health literacy were chosen to read the booklet on post-operative pain management using cognitive interviewing. The data from the first part of the research was analyzed through Excel and SPSS software. Descriptive statistics, frequency, correlation and non-parametric tests were used to analyze the data. The data from the second part of the research was analyzed using the PEMAT assessment tool.
  Results: Participants who answered the questionnaire on health literacy were 57. The results from the health literacy questionnaire showed that half (50,0%) of the participants had sufficient health literacy but only 7,4% had unsufficient health literacy. No significant difference was found between health literacy and gender, age or education. The interviews went well and every interviewee thought that the educational booklet on post-operative pain management was readable and helpful. Most comments concerned content and word choice and style.
  Conclusions: Given how common post-operative pain is it could be useful to make it a standard procedure to give post-operative patients written educational materials on pain management to take home when they discharge from the hospital. It is important to make sure the education is individualized. People’s educational needs are different, including health literacy. Health literacy has not been much researched among Icelanders before. The results from this research suggest that health literacy among people waiting for surgery is in accordance with the results from European researches on health literacy among the public. It could be useful to make a more extensive research with a larger and more diversed sample. To use cognitive interviewing in the development of educational material was helpful to increase the quality of the educational booklet. The results show that the booklet seems to fit people with different health literacy. It is the researchers’ opinion that the booklet is ready for use after minor improvements. In the future, this method of cognitive interviewing could be useful when new educational material is being developed.
  Key words: Post-operative pain, patient education, health literacy, cognitive interviewing.

Samþykkt: 
 • 30.5.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/30525


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS-ritgerd_Sigridur-Maria-og-Soffia-Lara (1) (1).pdf5.68 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlysing-skemman.pdf167.51 kBLokaðurYfirlýsingPDF