is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30526

Titill: 
 • Stafrænt kynferðisofbeldi. Fræðileg samantekt
 • Titill er á ensku Digital Sexual Abuse. A Literature Review
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Bakgrunnur: Stafrænt kynferðisofbeldi er vaxandi vandamál sem hefur verið áberandi í umræðunni síðustu ár og hefur ákveðin vitundarvakning átt sér stað í samfélaginu. Með vaxandi tækni eykst umfang stafræns kynferðisofbeldis, dreifing efnis á veraldarvefnum verður auðveldari og vettvangurinn umfangsmeiri.
  Tilgangur: Tilgangur þessarar ritgerðar var að skoða hvað felst í stafrænu kynferðisofbeldi, algengi þess og áhrif á þolendur.
  Aðferð: Verkefni þetta byggir á fræðilegri samantekt. Heimilda var aflað í gagnabönkunum PubMed, Cinahl, Science Direct og Scopus með ákveðnum leitarorðum. Leitarvélin Google var notuð við leit að íslenskum heimildum. Gagnaleit miðaðist við unglinga (10-19 ára) og ungmenni (15-24 ára). Miðað var við að nota heimildir frá síðustu 10 árum en ein eldri heimild var notuð.
  Niðurstöður: Stafrænt kynferðisofbeldi felur í sér dreifingu á ýmsu kynferðislegu efni í leyfisleysi. Birtingarmyndir þess eru ýmsar s.s. myndir, myndbönd og hljóðbrot. Það hefur reynst erfitt að samræma skilgreiningu þess í fræðigreinum. Samkvæmt þeim rannsóknum sem skoðaðar voru er algengi stafræns kynferðisofbeldis á bilinu 1,1-32%. Afleiðingar þess geta verið ýmsar og alvarlegar, má þar meðal annars nefna sálrænar afleiðingar, s.s. lágt sjálfsmat, sjálfsvígshugsanir, þunglyndi og kvíða. Einnig getur stafrænt kynferðisofbeldi haft neikvæðar afleiðingar á fjárhag, starfsframa, fjölskyldutengsl og valdið erfiðleikum með traust. Algengt er að þolendur upplifi þolendaskömm, þá sérstaklega konur.
  Ályktanir: Rannsóknir á stafrænu kynferðisofbeldi og breytingar á lögum eru mikilvægar til að hægt sé að ákvarða hversu stórt vandamálið er og til að minnka þá mótstöðu sem þolendur mæta í samfélaginu. Hjúkrunarfræðingar þurfa að hafa þekkingu á vandamálinu til að vera í stakk búnir til að aðstoða þennan hóp fólks.
  Lykilorð: Kynboð, stafrænt kynferðisofbeldi, afleiðing og samþykki.

 • Útdráttur er á ensku

  Background: Digital sexual abuse is a growing problem that has been discussed increasingly in society over the last few years and has raised awareness within the society. The extent of digital sexual abuse has grown along with increased technology. Distribution on the internet has become easier and the platform grown bigger.
  Purpose: The purpose of this thesis was to explore digital sexual abuse, its prevalence and effects on its victims.
  Method: This project is based on a literature review. The databases of PubMed, Cinahl, Science Direct and Scopus were used to search the literature according to key terms. Google was used to find Icelandic data. The data search was focused on teenagers (10-19 years old) and young adults (15-24 years old). Data published more than 10 years ago was eliminated, with the exception of one article.
  Results: Digital sexual abuse involves distribution of various sexual content without consent. It‘s manifestations are variable, like photos, videos and audioclips. It has been difficult to coordinate the definition of the concept in the literature. According to studies the prevalence of digital sexual abuse varied from 1,1-32%. The consequences of digital sexual abuse vary and may have serious effects on its victims, such as low self esteem, suicidal thoughts, depression and anxiety. Digital sexual abuse may also have negative effects on financial situations, careers, family relations and can cause difficulties with trusting others. It is common that victims experience shame, especially when the victim is female.
  Conclusion: Studies on digital sexual abuse and amendments to the law are an important part of defining the extent of the problem and to reduce the resistance that victims experience from the society. Nurses need to have knowledge of the problem in order to be able to help victims of digital sexual abuse.
  Key words: Sexting, digital sexual abuse, consequences, consent.

Samþykkt: 
 • 30.5.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/30526


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS-Stafraent-kynferdisofbeldi-KGogRBLokaeintak.pdf727.58 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlysingBS-KGogRB.pdf171.35 kBLokaðurYfirlýsingPDF