is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30531

Titill: 
  • Að fanga raddirnar: Áfangastaðaáætlun DMP og þátttaka heimamanna
  • Titill er á ensku Catching the voices: Destination Management Plan and participation of locals
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni rannsóknarinnar er Áfangastaðaáætlun DMP og þátttaka heimamanna í því verkefni. Markmið rannsóknarinnar er að kanna framvindu DMP vinnunnar á Norðurlandi og þá sérstaklega á Húsavík. Sérstök áhersla verður lögð á hvernig þátttöku hins almenna íbúa á Húsavík hefur verið háttað til þessa. Í verkefnum er tengjast skipulagi ferðaþjónustunnar geta komið upp ýmsar áskoranir, meðal annars vegna flækjustigs greinarinnar, en snertifletir hennar eru ótal margir. Rannsókn þessi er eigindleg viðtalsrannsókn byggð á grundaðri kenningu og voru tekin tíu viðtöl við bæði verkefnastjóra DMP og Húsvíkinga. Niðurstöður okkar leiddu í ljós að verkefni á borð við DMP er mjög þarft innan ferðaþjónustunnar enda hafa flestir einhverja skoðun á uppbyggingu hennar. Það er þó margt sem betur mætti fara í DMP ferlinu. Það hefði til að mynda mátt eyða meiri tíma í undirbúning og skipulag svo verkefnið gæti fallið betur að hverju svæði fyrir sig. Þá væru aðilar sem sjá um framkvæmd þess betur í stakk búnir til þess að takast á við það. Algengt er að raddir óbeinna hagaðila, á borð við íbúa, heyrist síður og mikilvægi þeirra sett aftast í virðiskeðjuna. Við framkvæmd verkefnisins á Húsavík var einungis ein aðferð notuð, íbúafundir, til að ná til heimamanna og var þátttaka íbúa dræm. Við teljum eina af ástæðum þess vera einhæfar þátttökuaðferðir og teljum því nauðsynlegt að nota fjölbreyttari aðferðir til þess að fanga raddir þeirra sem minnst heyrast

  • Útdráttur er á ensku

    The research subject in this paper is the Destination Management Plan (DMP) in Iceland and local participation within it. The objective of the research is to look at the progress of the DMP work in the Northern part of Iceland and in Húsavík in particular. An emphasis will be on how local participation in Húsavík has been conducted in the past. Various challenges can come up regarding the organization of projects related to tourism, such as the fact that tourism and its activity can affect the society in multiple ways. A qualitative research was conducted where ten people, both DMP project managers and local people from Húsavík, were interviewed. The results indicate that a project like DMP is essential in tourism because most people have an opinion on its development. There are several factors that could be conducted in different and better ways in the DMP process. One of these factors, for example, is time. More time could have been given for preparation and organization of the project, so it would be more suited for each area of the country, and therefore, the parties that are handling the execution could be better prepared for it. It is common that the voices of residents are not heard and their salience is weak compared to other stakeholders. Only one method was used in the DMP project in Húsavík for local participation, which was community meetings. The local participation in these meetings was not very successful. One of the reasons for it might be monotonous participation methods. It is suggested that various methods are needed to make sure the voices of all the people in the community are heard.

Samþykkt: 
  • 30.5.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30531


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Guðrún-Elín-Gísladóttir-og-Silja-Árnadóttir-1.pdf1.34 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Scan_siljaa_201805300101_001.pdf55.78 kBLokaðurYfirlýsingPDF