is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/30534

Titill: 
 • Non-HDL kólesteról hefur meira forspárgildi fyrir kransæðasjúkdóm en LDL kólesteról
 • Titill er á ensku Non-HDL cholesterol is a better predictor of coronary heart disease outcome than LDL cholesterol
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Lípóprótín eru einingar samsettar úr vatnsfælnum lípíðum og sérhæfðum prótínum, sem flytja lípíðin með blóði um líkamann. Lípóprótín flokkast eftir eðlisþyngd eða þéttleika þeirra, samanber háþéttni lípóprótín (HDL) og lágþéttni lípóprótín (LDL). Lípóprótínið HDL flytur kólesteról frá vefjum líkamans til lifrar og hár styrkur kólesteróls í HDL er talinn hafa verndandi áhrif gegn kransæðasjúkdómi. LDL flytur kólesteról til vefja og hefur hár styrkur LDL reynst hafa forspárgildi um hjarta- og æðasjúkdóma. LDL ásamt lípóprótínum öðrum en HDL eiga það sameiginlegt að flytja kólesteról til vefja líkamans að lifur undanskilinni. Heildarstyrkur kólesteróls í LDL ásamt lípóprótínum öðrum en HDL kallast non-HDL kólesteról. Styrkur non-HDL kólesteróls er talinn endurspegla magn kólesteróls sem bundið er þeim lípóprótínum sem ýta undir hjarta-og æðasjúkdóma.
  Markmið rannsóknarinnar var að kanna sambandið milli non-HDL kólesteróls og kransæðasjúkdóms og kanna hvort heildarstyrkur kólesteróls í non-HDL hafi meira forspárgildi varðandi kransæðasjúkdóm en kólesteról styrkur í LDL. Fengin voru gögn úr áhættuþáttakönnun Hjartaverndar (REFINE-Reykjavik study). Gögnin voru úr tveimur hópum karlmanna á aldrinum 50 til 60 ára, hópi kransæðasjúklinga (n = 81) og viðmiðunarhópi (n = 81). Einþátta aðhvarfsgreining var gerð á lípóprótínunum til að bera saman forspárgildi þeirra fyrir kransæðasjúkdóm. Fjölþátta aðhvarfsgreining var gerð með ,,stepwise forward“ vali á öllum breytum til að finna það módel sem best forspárgildi hafði fyrir kransæðasjúkdóm. Módelið sýndi að hár líkamsþyngdarstuðull (BMI), hár styrkur non-HDL kólesteróls, lágur styrkur HDL kólesteróls og reykingar höfðu forspárgildi fyrir kransæðasjúkdóm. Niðurstöðurnar styðja fyrri rannsóknir að non-HDL kólesteról hafi meira forspárgildi fyrir kransæðasjúkdóm heldur en LDL kólesteról.

 • Útdráttur er á ensku

  Lipoproteins consist of hydrophobic lipids and specialized proteins, that transport the lipids in blood circulation throughout the body. Lipoproteins are categorized by density. High-density lipoprotein (HDL) transports cholesterol from extrahepatic tissues to the liver and high concentrations of HDL cholesterol are considered protective against coronary heart disease (CHD). Low-density lipoprotein (LDL) transports cholesterol to extrahepatic tissues and its high concentrations have shown predicting risk for CHD. LDL among other lipoproteins than HDL, transport cholesterol to extrahepatic tissues. The total concentrations of cholesterol in those lipoproteins are defined as non-HDL cholesterol. Non-HDL cholesterol concentrations are considered to reflect the amount of cholesterol that is bound to the lipoproteins that encourage cardiovascular diseases.
  The aim of this study was to investigate the association between non-HDL cholesterol and CHD and examine if total non-HDL cholesterol is a better predictor of CHD than LDL cholesterol. Data was obtained from the REFINE-Reykjavik study of the Icelandic Heart Association. The data was from males, aged 50-60 years, a group of CHD patients (n = 81) and a control group (n = 81). Univariable logistic regression was performed with the lipoproteins to compare their predicting risk for CHD. A multivariable logistic regression was performed with a stepwise forward selection of all variables to find the best predicting model for CHD. The model showed high body mass index (BMI), high LDL cholesterol, low HDL cholesterol and smoking as best predictors for CHD. The results support previous studies that non-HDL cholesterol is a better predictor for CHD than LDL cholesterol.

Samþykkt: 
 • 30.5.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/30534


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
huldavilhjalms_bs.pdf953.75 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing_16.pdf107.6 kBLokaðurYfirlýsingPDF