Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/30540
Bakgrunnur: Allt að 90% einstaklinga með Parkinsonveiki (PV) finna fyrir þunglyndi einhvern tímann á sjúkdómsferlinum. Vandamálið er mjög vangreint og skortur er á íslenskum upplýsingum fyrir Parkinsonveika og aðstandendur þeirra.
Tilgangur: (1) Að lýsa nýlegum þáttum tengdum þunglyndi í Parkinson. (2) Þróa fræðsluefni fyrir sjúklinga og aðstandendur þeirra um þunglyndi í Parkinson.
Markmið: (1) Samþætta þekkingu um einkenni þunglyndis og hvernig þau birtast í Parkinson, (2) hvernig þunglyndið hefur áhrif á framgang sjúkdómsins (3) hvernig þunglyndi hefur áhrif á lífsgæði (4) lýsa tíðni þunglyndis í sjúkdómnum, (5) bæta þekkingu um þunglyndi og einkenni þunglyndis hjá Parkinsonveikum.
Aðferð: (1) Kerfisbundin leit var framkvæmd í PubMed og CINAHL um efni frá árinu 2015-2018. Notast var við PRISMA til hjálpar við að lýsa á skilvirkan hátt hvernig heimildarleit fór fram og við framsetningu niðurstaðna. Niðurstöðum var lýst sem frásögn vegna þess að hönnun rannsókna og útbúnaður var ekki eins milli rannsókna. Tvær töflur voru gerðar; ein fyrir lýsandi rannsóknir og ein fyrir íhlutunarrannsóknir. (2) Fræðsluefni var þróað í sex þrepum; (a) Núverandi upplýsingar um sjúklinga sem talið er vera byggt á hágæða vísbendingum eða gefið út af viðurkenndum stofnunum. (b) Framkvæmd heimildaleit til að uppfæra núverandi fræðsluefni fyrir sjúklinga. (c) Tryggt að fræðslubæklingur innihaldi upplýsingar, sem skipta máli og nái til margvíslegra vandamála, sem sjúklingar og aðstandendur gætu þurft að glíma við tengt þunglyndi og Parkinsonveiki. (d) Miðla áfram ávinningi, áhættu og óvissu. (e) Klínískir sérfræðingar fengir með í þróun sem hafa sérþekkingu á þessu sviði. (f) Prentun, uppsetning og dreifing fræðslubæklings.
Niðurstöður: (1) Samtals stóðust 18 rannsóknir inntökuskilyrði og sýndu þær á mismunandi hátt, þætti sem tengjast þunglyndi í Parkinsonveiki, tíðni þunglyndis, áhrif þunglyndis á lífsgæði og áhrif á framgang sjúkdómsins. Helstu forspárgildi voru kyn, aldur, lengd sjúkdómssögu, hreyfieinkenni, verkir, óvissa tengd sjúkdómi, dagsyfja og kvíði. (2) Unnið var að fræðsluefni fyrir Parkinsonveika um þunglyndi í sjúkdómnum. Erlendur bæklingur var þýddur og staðfærður yfir á þjónustu sem er í boði á Íslandi.
Ályktun: Erfitt getur verið að greina þunglyndi hjá einstaklingum með PV vegna þess að mörg einkenni sjúkdómsins líkjast einkennum þunglyndis almennt. Niðurstöður ítreka nauðsyn þess að þróa sérhæfðari matstæki eða spurningalista til þess að skima fyrir þunglyndi hjá PV sjúklingum. Við vonumst til að fræðslubæklinginn eigi eftir að nýtast heilbrigðisstarfsfólki, sjúklingum og aðstandendum þeirra til að auka þekkingu sína á einkennum þunglyndis hjá PV.
Lykilorð: Þunglyndi, Parkinson, hjúkrun, lífsgæði, þjónusta, meðferð.
Background: Up to 90% of individuals with Parkinson’s disease feel depressed at some point in time during their life with the disease. The problem is not often diagnosed and there is a lack of Icelandic information regarding depression for those with Parkinson’s disease and their family members.
Purpose: (1) To describe new factors associated with depression in Parkinson’s disease. (2) Develop educational material for patients and their family members concerning depression in Parkinson’s disease.
Objective: (1) Integrate the knowledge of symptoms of depression and how they appear in Parkinson’s disease, (2) how depression affects the progression of the disease (3) how depression affects the quality of life (4) describe the incidence of depression occurring in the disease (5) increase knowledge about depression and symptoms of depression in individuals with Parkinson’s disease.
Method: (1) A systematic search on PubMed and CINAHL was performed on data from years 2015-2018. The PRISMA method was used to assist with effectively describing how the data search was performed and with the presentation of results. The results were reported as testimonials because the design of the studies differed between the studies. Two tables were made; one for the descriptive studies and another for intervention studies. (2) Educational material was developed in six stages (a) Current information on patients that is based on high quality indicators or issued by recognized organizations. (b) Performed a reference search to update current educational material for patients. (c) Assure that the educational booklet contains relevant information that addresses various issues that patients and/or their family members may need to face associated to depression and Parkinson’s disease. (d) Knowledge sharing of benefits, risks and uncertainties. (e) Clinical experts with expertise within the field were involved in the development. (f) Designing, printing and distribution of the educational booklet.
Results: (1) In total, 18 studies withstood the conditions for the study and they showed differently the factors related to depression in Parkinson’s disease, the incidence of depression, the effects of depression on quality of life and the effect on progression of the disease. The main predictive values were gender, age, disease history, motor symptoms, pain, disease-related uncertainty, fatigue and anxiety. (2) Educational material concerning depression was created for individuals with Parkinson’s disease. A foreign booklet was translated and updated according to available services in Iceland.
Conclusion: It can be difficult to diagnose depression in individuals with Parkinson’s disease, because many Parkinson’s symptoms are similar to the symptoms of depression. The findings confirm the necessity to develop different diagnostic tools or questionnaires to screen for depression in patients with Parkinson’s disease. We hope that the educational booklet will assist healthcare professionals, patients and family members to increase their awareness of symptoms of depression.
Keywords: Depression, Parkinson, nursing, quality of life, services, treatment.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Þunglyndi í Parkinsonsveiki.pdf | 1,11 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing um meðferð lokaverkefnis.pdf | 51,35 kB | Lokaður | Yfirlýsing |