Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/30551
Bakgrunnur: Á 40 sekúndna fresti deyr einhver vegna heilablóðfalls í Bandaríkjunum en heilablóðfall er talin algengasta orsök fötlunar í hinum vestræna heimi. Heilablóðfall ógnar heilsu, veldur mikilli skerðingu á lífsgæðum og er kostnaðarsamt fyrir samfélagið. Með réttri meðferð fyrstu 72 klukkustundirnar eftir áfallið er hægt að draga verulega úr þessum neikvæðu afleiðingum. Í því samhengi skiptir eftirlit hjúkrunarfræðings með líkamshita, blóðsykri og kyngingu miklu máli. Mikilvægt er að fá innsýn í nýlega birtar rannsóknir og bera kennsl á hvernig hægt er að bæta hjúkrunareftirlit og meðferð sjúklinga eftir heilablóðfall með áherslu á líkamshita, blóðsykur og kyngingu.
Tilgangur: Að samþætta þekkingu á skimun hjúkrunarfræðinga fyrir hækkuðum líkamshita, hækkuðum blóðsykri og kyngingarerfiðleikum fyrstu 72 klukkustundirnar eftir heilablóðfall. Sérstaklega var miðað að því að skoða árangur hjúkrunareftirlits og meðferðar, hvetjandi og hindrandi þætti við innleiðingu sem og eftirlit og þjálfun hjúkrunarfræðinga. Vonast er eftir því að niðurstöður verkefnisins leggi grunn að því að settar verði fram ráðleggingar varðandi hjúkrunarmeðferðir í bráðafasa sjúklinga eftir heilablóðfall á Landspítalanum.
Aðferð: Fræðileg samantekt – „trend review“ sem framkvæmd var á kerfisbundinn hátt. Leit fór fram í tveimur gagnagrunnum, PubMed og CINAHL. Leitað var að frumrannsóknum um annars vegar kyngingu og hins vegar líkamshita, blóðsykur og kyngingu saman. Þær greinar sem uppfylltu fyrir fram ákveðin inntökuskilyrði voru lesnar í heild sinni og tekin var ákvörðun um notagildi þeirra fyrir verkefnið. Niðurstöður voru settar fram með því að hafa nokkrar ráðleggingar frá PRISMA yfirlitinu til hliðsjónar. Niðurstöður frá hverri og einni rannsókn voru settar fram í tveim töflum og þær samþættar í texta samkvæmt matrix aðferðinni. Báðir höfundar verkefnisins sáu um að draga fram viðeigandi upplýsingar út frá greinunum.
Niðurstöður: Samtals voru 15 greinar teknar með í yfirlitið, ein þeirra bættist við með snjóboltaaðferðinni. Samtals níu greinar fjölluðu eingöngu um kyngingu og sex greinar fjölluðu um líkamshita, blóðsykur og kyngingu saman. Kyngingarerfiðleikar er algengur fylgikvilli heilablóðfalls sem getur valdið lungnabólgu en þjálfun hjúkrunarfræðinga í skimun og meðferð kyngingarerfiðleika skilar marktækt betri árangri fyrir batahorfur sjúklings. Nýjar aðferðir s.s. hermiþjálfun hafa verið notaðar til að þjálfa hjúkrunarfræðinga í kyngingarskimun. Skimun á hækkuðum blóðsykri, hækkuðum líkamshita og kyngingarerfiðleikum er ábótavant, en innleiðing á verkferlum skilar betri árangri í formi betri skimunar og hnitmiðaðri meðhöndlun á breytingum á líkamshita, blóðsykri og kyngingargetu.
Ályktun: Skimun og rétt meðferð á hækkuðum líkamshita, hækkuðum blóðsykri og kyngingarerfiðleikum fyrstu 72 klukkustundirnar eftir heilablóðfall skilar góðum árangri og æskilegt væri að innleiða slík verkferli á Landspítalann. Við innleiðingu á verkferlum er nauðsynlegt að hjúkrunarfræðingar fái viðeigandi þjálfun. Nauðsynlegt er einnig að meta hvaða hindrandi og hvetjandi þættir eru til staðar og hvernig best væri að þjálfa og styðja hjúkrunarfræðinga í slíkri framkvæmd.
Lykilorð: Heilablóðfall, líkamshiti, blóðsykur, kynging, hjúkrunarmeðferð, heilablóðfallseining.
Background: Every 40 seconds, someone in the United States dies due to stroke, and it is considered the most common cause of disability in the western world. A stroke is a threat to health, has adverse effects on quality of life, and is financially costly to society. With the right treatment within 72 hours after a stroke, the negative impacts can be reduced significantly. In that context, a nurse’s surveillance of body temperature, blood sugar and swallowing is very important. It is important to get an insight into recently published studies, and to identify how nursing monitoring and treatment after a stroke, with emphasize on body temperature, blood sugar and swallowing can be improved.
Purpose: To synthesize existing knowledge on the nurse’s role in screening of fever, hyperglycemia, and dysphagia within the first 72 hours after a stroke. Emphasis was put on extracting data on the effectiveness of nursing monitoring and treatment, barriers and facilitators of implementation, and how supervision and training of nurses have occurred. Hopefully, the results of the review will provide a launch-pad for recommendations that are pertinent for use in nursing practice in acute stroke patients at Landspitali, The National University Hospital of Iceland.
Method: A so called “trend review” was conducted. A search was conducted in two databases, PubMed and CINAHL. Primary research studies related to swallowing, as well as body temperature, blood sugar and swallowing combined, were included. Articles that fulfilled predetermined criteria were read as a whole, and a decision was made about their suitability. Results were presented in accordance with relevant criteria from the PRISMA recommendations. Results from each and every study were presented in two tables, and combined narratively according to the matrix method. Information was extracted by both authors of the review.
Results: A total of 15 articles were used in the review, one of those were found by snowballing. Nine articles addressed swallowing alone, and six articles addressed body temperature, blood sugar and swallowing combined. Dysphagia is a common side effect of a stroke, which can cause pneumonia, but nurses’ training in screening and treatment of dysphagia deliver significant better result for patient’s outcome. New methods, for example simulation training, have been used to train nurses in dysphagia screening. Screening of fever, hyperglycemia and dysphagia is lacking, but introduction of clinical treatment protocols has better results in screening and precise treatment in changes of body temperature, blood sugar and ability to swallow.
Conclusion: Screening and correct treatment of fever, hyperglycemia and dysphagia in the first 72 hours after a stroke deliver a good result, and protocols thereof should be incorporated at Landspitali. When procedures are introduced it is important that nurses receive appropriate training. It is also important to identify barriers and facilitators and how Icelandic nurses are best trained and supported in providing adequate screening.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Yfirlýsing-lokaverkefni.pdf | 12.34 MB | Lokaður | Yfirlýsing | ||
Medferd_sjuklinga_fyrstu_72_klst_eftir_heilablodall_lokaverkefni_xxx.pdf | 942.85 kB | Opinn | Yfirlýsing | Skoða/Opna |