is Íslenska en English

Lokaverkefni

Háskóli Íslands > Þverfræðilegt nám > Umhverfis- og auðlindafræði >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/30555

Titill: 
  • Ferðaþjónustan og miðborg Reykjavíkur: Er miðborgin fyrir alla?
  • Titill er á ensku Tourism and Reykjavik's city center: Is the city center for everyone?
Útdráttur: 
  • Uppgangur ferðaþjónustunnar á Íslandi síðastliðin ár hefur haft mikil áhrif á náttúru landsins, íslenskt efnahagslíf og samfélagið sjálft. Miðborg Reykjavíkur er fjölsóttasti ferðamannastaður landsins sem hefur leitt til mikilla breytinga meðal annars á byggð, verslun og þjónustu sem og breytinga fyrir sjálfa íbúa miðborgarinnar. Þrátt fyrir miklar breytingar á tiltölulega stuttum tíma, hefur lítið verið kannað hvert viðhorf íbúa svæðisins er til aukinnar ferðaþjónustu og hvort hún hafi haft afgerandi áhrif á daglegt líf þeirra. Kannað var viðhorf íbúa miðborgarinnar og verslunarrekenda (sem einnig eru íbúar miðborgarinnar) til aukinnar ferðaþjónustu á svæðinu með opnum viðtölum þar sem viðmælendur gátu komið viðhorfum sínum á framfæri. Til hliðsjónar var viðhorf ferðamanna einnig kannað eða hvernig þeir upplifa miðborgina bæði sem rými og ferðamannastað. Einnig voru tekin viðtöl við tvo fulltrúa Reykjavíkurborgar til að fá frekari innsýn í stefnu, hlutverk og aðkomu borgaryfirvalda í tengslum við samþættingu ferðaþjónustunnar og íbúðahverfisins 101. Rannsóknin leiddi það í ljós að afgerandi meirihluta íbúa finnst ferðamenn auðga mannlíf miðborgarinnar en eru óánægðir með ýmsa fylgifiska aukinnar ferðaþjónustu í hverfinu sem oft má tengja slæmri skipulagningu og að ekki hafi verið tekið mið af hagsmunum þeirra og viðhorfum. Viðhorf íbúa eru í samræmi við niðurstöður fjölmargra rannsókna á áhrifum fjöldaferðaþjónustu á gestgjafasamfélög og kenningar sem fela það í sér að slæm skipulagning greinarinnar, þar sem ekki er tekið tillit til viðhorfa og hagsmuna íbúa gestgjafasamfélagsins, geti leitt til óánægju íbúa vegna hins „dulda kostnaðar“ sem fellur á þá og getur leitt til árekstra milli þeirra og ferðamanna.

  • Útdráttur er á ensku

    The rise of tourism in Iceland in recent years has made quite an impact on its nature, the economy and the society. Reykjavik‘s city centre is the most visited tourist destination in Iceland which has led to a lot of changes in the area, its commerce and services and also changes for its residents. Despite those changes little has been done to explore the views of the residents in relation to increased tourism in the area. In this research, those views are explored through „open ended interviews“ where the local residents and shop owners (that are also residents of the city centre) get a chance to voice their opinion on increased tourism in the city centre. In contrast, tourist‘s views were also explored and how they sense the city centre both as a space and a tourist destination. In addition, the views of two members from the city council were explored to shed further light on its policy, role and approach to the integration between tourism and the city centre as a residential area. The conclusion was that the residents welcome tourists but are tired of the side effects increased tourism has had on the area, mainly because of poor planning and that their views and interests have not been taken into consideration plus they have to face the „hidden costs“ of increased tourism, which corresponds with most tourism theories today and host community researches. This development can then lead to conflicts between locals and tourists.

Samþykkt: 
  • 30.5.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30555


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Pétur Smári lokaverkefni maí 2018.pdf1,4 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
thuraosk_30.5.2018_14-51-41.pdf414,95 kBLokaðurYfirlýsingPDF