is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30561

Titill: 
 • Handvirkt eða vélrænt hjartahnoð? Kostir og gallar
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Hjartastopp utan spítala er leiðandi orsök skyndidauða í Evrópu og Bandaríkjunum. Vönduð endurlífgun eykur lífslíkur sjúklinga til muna. Þróun vélrænna hnoðtækja hófst um miðjan sjöunda áratuginn og þau tæki sem eru hvað þekktust í dag, LUCAS og AutoPulse, komu á markað í kringum aldamótin.
  Við öflun heimilda var stuðst við rafrænu gagnagrunnana PubMed, Science Direct, Scopus, OVID og Google Scholar. Heimildaleit fór fram á tímabilinu frá október 2017 til maí 2018. Megin tilgangur þessarar fræðilegu samantektar var að bera saman handvirkt og vélrænt hjartahnoð.
  Helstu niðurstöður sýna að ekki er mælanlegur munur á útkomu sjúklinga, svo sem lifun og heilastarfsemi, eftir því hvort hnoðað var handvirkt eða vélrænt. Engu að síður kemur fram í minni rannsóknum með færri þátttakendum, að einstaklingar sem fóru í hjartastopp utan spítala og hnoðaðir voru með LUCAS eða AutoPulse, höfðu meira útfall hjarta samanborið við þá sem hnoðaðir voru handvirkt.
  Áverkar geta fylgt í kjölfar hjartahnoðs, hvort sem að einstaklingar eru hnoðaðir handvirkt eða vélrænt. Niðurstöður sýna fram á að ekki er mælanlegur munur á áverkum eftir því hvort sjúklingar eru hnoðaðir handvirkt eða vélrænt með LUCAS en í báðum hópum eru brot á framanverðum rifbeinum og bringubeini algengust. Hnoðtækið AutoPulse veldur frekar brotum á aftanverðum rifbeinum. Út frá niðurstöðum er ekki hægt að útiloka að lífsógnandi áverkar séu líklegri þegar sjúklingar eru hnoðaðir með hnoðtæki en þegar þeir hnoðaðir eru handvirkt.
  Þjálfun og regluleg upprifjun eykur færni og öryggi í notkun hnoðtækja og styttir tímann sem það tekur að koma tæki fyrir á sjúklingi í hjartastoppi.
  Lykilorð: Hjartastopp, endurlífgun, handvirkt hjartahnoð, vélrænt hjartahnoð.

 • Útdráttur er á ensku

  Out of hospital cardiac arrest is the leading cause of sudden death in both Europe and the United States. Good quality resuscitation greatly increases patient survival. The development of mechanical chest compression devices started in the mid-sixties and the most recognized devices today, LUCAS and AutoPulse, where introduced to the market around the turn of the century.
  To gather resources the digital databases PubMed, Science Direct, Scopus, OVID and Google Scholar, were used. The data was gathered between October 2017 and May 2018. The main purpose of this literature review was to compare manual and mechanical chest compression.
  The main results show that there is no significant difference in patient outcomes, such as survival and brain function, whether they received manual or mechanical chest compression. Nevertheless smaller studies with fewer participants show that patients that had out of hospital cardiac arrests and were treated with LUCAS or AutoPulse mechanical compression device, had higher cardiac output compared to patient who were treated manually.
  Both manual and mechanical chest compression can cause injuries. Study results show that there is no significant difference in injuries between patients whether they received manual compression or mechanical compression with LUCAS device. The most common injuries in both groups were anterior rib fractures and sternum fractures. AutoPulse is more likely to cause posterior rib fractures. It cannot be excluded based on results that life threatening injuries are more likely to occur when patients receive mechanical chest compression compared to manual compression.
  Training and regular retraining increases skills and confident when using mechanical compression devices and decreases the time it takes to apply a device on a patient in cardiac arrest.
  Key words: Cardiac arrest, resuscitation, manual chest compression, mechanical chest compression

Samþykkt: 
 • 31.5.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/30561


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Handvirkt-eða-vélrænt-hjartahnoð-Skemma.pdf362.32 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.png347.41 kBOpinnFylgiskjölPNGSkoða/Opna