Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/30564
Bakgrunnur: Að útskrifast heim af spítala getur verið mjög erfitt fyrir aldraða sjúklinga. Útskriftarferlið felur í sér ýmsa þekkta áhættuþætti og árangursrík útskrift er sérstaklega mikilvæg fyrir aldraða sem þurfa á áframhaldandi umönnun að halda og aðstandendur þeirra. Aðstandendur veita ómetanlegan stuðning við aldraða og því er brýnt að greina með hvaða hætti er hægt að styðja þá.
Tilgangur: Skoða og meta hvaða þættir og íhlutanir stuðli að árangursríkum útskriftum aldraðra sjúklinga sem útskriftast heim af spítala. Einnig að greina þarfir aldraðra og aðstandenda þeirra við útskrift.
Markmið: Að stuðla að bættri þjónustu við aldraða og aðstandendur þeirra við útskrift heim af spítala með bættu aðgengi upplýsinga fyrir hjúkrunarfræðinga og aðrar heilbrigðisstéttir.
Aðferð: Fræðileg samantekt. Framkvæmd var kerfisbundin leit og voru heimildir sóttar í gagnabankana PubMed(Medline) og CINAHL. Leitin var afmörkuð við tímabilið frá 2008 til 2018. Notuð voru leitarorðin patient discharge, elderly, patient readmission, discharge planning og caregiver. Útilokaðar voru greinar eldri en 2008, sem fjölluðu um einstaklinga yngri en 65 ára og fluttust á hjúkrunarheimili. Einnig var gerð handleit í Pubmed og CINAHL með lykilorðum. Niðurstöður heimildaleitar er lýst í PRISMA flæðiriti.
Niðurstöður: Samtals 14 rannsóknir stóðust inntökuskilyrðin og voru niðurstöður flokkaðar út frá rannsóknarspurningum. Sjö rannsóknir greindu frá jákvæðum áhrifum fyrirbyggjandi íhlutana á útskrift aldraðra heim og átta rannsóknir greindu frá þörfum aldraðra og aðstandenda þeirra.
Ályktun: Íhlutanirnar höfðu jákvæð áhrif og sýndu mögulegan ramma fyrir þjónustu með eftirfylgni við aldraða sjúklinga sem útskrifast heim af spítala. Margir aldraðir einstaklingar ættu erfitt með að búa heima án aðstoðar aðstandenda og því er mikilvægt að mæta þörfum þeirra.
Lykilorð: Öldrun, hjúkrun, útskriftaráætlun, íhlutanir, aðstandendur.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Súsanna María Kristinsdóttir.pdf | 543,25 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Súsanna.pdf | 55,12 kB | Lokaður | Yfirlýsing |