is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30566

Titill: 
  • ,,Þetta er pínu eins og að fara í fótabað í stígvélum" Rýnihóparannsókn á viðhorfum unglingspilta til smokkanotkunar.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Bakgrunnur: Smokkanotkun meðal unglingspilta hér á landi er minni en í ýmsum Evrópulöndum. Slík áhættuhegðun getur leitt til þess að þeir eru í aukinni hættu á kynsjúkdómasmiti. Nýgengi klamydíusmita á Íslandi er með því hæsta sem þekkist í heiminum. Einnig hefur tíðni ótímabærra þungana meðal unglingsstúlkna verið hærri hérlendis miðað við önnur Norðurlönd.
    Tilgangur: Tilgangur rannsóknarinnar er að skoða hvaða þættir skipta máli við smokkanotkun unglingspilta, bæði hvetjandi og letjandi þættir.
    Aðferð: Rannsóknin grundvallast á eigindlegri aðferð, rýnihóparannsókn. Þátttakendur voru nemendur í framhaldsskólum í Reykjavík og á Ákureyri. Þátttakendur voru valdir með tilgangs- og snjóboltaúrtaki. Viðtölin voru skráð frá orði til orðs og greind með rammaaðferð Gale o.fl. (2013).
    Niðurstöður: Tekin voru sex rýnihópaviðtöl, þrjú í Reykjvik og þrjú á Akureyri. Alls tóku 35 unglingspiltar þátt í rannsókninni og voru þeir á aldrinum 18-23 ára. Niðurstöður sýndu þrjú þemu, sem voru „að þekkja smokkinn“, „að hafa smokkinn í hendi“ og „notkunin sjálf - þegar á reynir". Fram kom að það helsta sem hindraði notkun smokka var takmörkuð kynfræðsla, skortur á samræðum við kynlífsfélaga, neikvæð viðhorf, takmarkað aðgengi og augnablikið. Það helsta sem hvatti til smokkanotkunar voru mögulegar afleiðingar áhættuhegðunar, jákvæð viðhorf og sjálfsöryggi.
    Ályktanir: Byggt á niðurstöðum rannsóknarinnar teljum við þörf á að bæta fræðslu um kynheilbrigði. Kennarar í grunn- og framhaldsskólum landsins þurfa að fá þjálfun til að koma kynfræðsluefni betur áleiðis til unglinga. Smokkanotkun unglingspilta er mikilvægur þáttur hvað varðar kynheilbrigði og gera þarf smokkinn sýnilegri og aðgengilegri.
    Lykilorð: Unglingspiltar, smokkanotkun, kynheilbrigði, áhættuhegðun, hindrandi þættir, hvetjandi þættir.

  • Útdráttur er á ensku

    Background: Condom use among adolescent boys in Iceland is lower than in many European countries. Such sexual risk behavior can lead to an increase in STIs. Iceland has one of the highest rates of sexually transmitted clamydia in the world. Also the rates of unplanned teenage pregnancies have been higher in Iceland compared to other Nordic countries.
    Purpose: The purpose of this study is to explore what affects condom use among adolescents boys, especially the barriers and facilitating factors.
    Method: The research is based on a qualitative method, focus group study. Participants were students in high schools in Reykjavík and Akureyri. They were selected based on purposeful- and snowball sampling. The interviews were verbatim and analyzed by using the analytical framework by Gale et.al. (2013).
    Findings: Six focus group interviews were conducted, three in Reykjavík and three in Akureyri. Totally 35 adolescent boys participated in the study and they were in the age group 18-23 years old. The results of the study showed three themes, which were; "knowing how to use the condom“, "to have the condom within grasp“ and "the usage itself - when the time comes“. The study showed that the main barriers in using condoms were; limited sex education, no communication with partner, negative attitudes, limited access and the moment. What mainly encoured condom use was to avoid the concequences of unsafe sex, positive attitude and self-confidence.
    Conclusion: Based on the research findings, we consider it necessary to improve sexuality education in Iceland. It is necessary to train teachers in elementary- and high schools on how to provide sexuality education to. Condom use is very important when it comes to a healty sexual life. That is why the condom needs to be more visible and accessible.
    Keywords: adolescent boys, condom use, healthy sexuality, risk behavior, barriers, facilitators.

Samþykkt: 
  • 31.5.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30566


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS lokaverkefni-loka.pdf1.9 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing til lokaverkefnis.pdf1.4 MBLokaðurPDF