is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/30567

Titill: 
  • Fæðingarþunglyndi og áhrif á þroska og líðan barns
  • Titill er á ensku Postpartum depression and effects on development and the well being of the child
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Meðganga er tímabil þar sem konur eru mjög berskjaldaðar, líkamlega, sálfræðilega og tilfinningalega. Fyrri reynsla getur haft áhrif á andlega líðan móður á þessu viðkvæma tímabili. Andleg vanlíðan er algeng eftir fæðingu og getur undið upp á sig og þróast yfir í fæðingarþunglyndi. Það er algengara en margan grunar og talið er að 10-15% kvenna upplifi fæðingarþunglyndi. Ef um alvarlegt fæðingarþunglyndi er að ræða getur það haft neikvæð áhrif á tengslamyndun milli móður og barns og margvísleg áhrif á þroska og líðan barns.
    Tilgangurinn með þessari fræðilegu samantekt var að afla þekkingar um áhrif fæðingarþunglyndis á þroska og líðan barns. Leitast var við að skoða áhrif andlegrar vanlíðanar á meðgöngu á fóstur. Tekið var mið af áhættuþáttum andlegrar vanlíðanar á meðgöngu og þau einkenni sem hjúkrunarfræðingar og ljósmæður þurfa að vera vakandi fyrir í mæðravernd. Hlutverk hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra voru einnig skoðuð til fyrirbyggingar á mögulegu tengslarofi sem getur orðið í kjölfar fæðingarþunglyndis. Heimilda var aflað í gagnasöfnunum PubMed, Science Direct, Google Scholar og Cinahl ásamt fræðibókum sem voru fengnar af veraldarvefnum, á Landsbókasafni og Miðstöð foreldra og barna.
    Helstu niðurstöður sýndu að áhrif andlegrar vanlíðanar á meðgöngu geti haft áhrif á fóstrið, meðal annars hefur kvíði á meðgöngu verið tengdur við fyrirburafæðingar og lága fæðingarþyngd. Þar að auki er talið að andleg vanlíðan á meðgöngu hafi áhrif á tilfinninga- og hegðunarvandamál barna í 10-15% tilvika. Áhrif fæðingarþunglyndis vegur þungt þegar kemur að þroska og líðan barns. Börn þunglyndra mæðra glímdu mörg við hegðunarvandamál, seinkun á vitsmunaþroska, skerta samskiptahæfni og kvíða á skólaaldri. Þau áttu það öll sameiginlegt að hafa myndað óörugg tengsl sem ungbörn. Einnig er aukin hætta á þróun geðrænna vandamála á unglings- og fullorðinsárum. Vegna þessara afleiðinga á þroska og líðan barns hefur verið byggð upp þjónusta sem snýr að þörfum þessara foreldra og barna. Hjúkrunarfræðingar og ljósmæður gegna því lykilhlutverki að koma auga á einkenni andlegrar vanlíðanar á meðgöngu og eftir fæðingu. Mikil þörf er á að hjúkrunarfræðingar og ljósmæður sem sinna þessum hópi þekki þau úrræði sem standa til boða.

  • Útdráttur er á ensku

    Pregnancy is a period of time where women are very vulnerable, physically, psychologically and emotionally. Past experience can have an impact on the mental state of the mother during this fragile period. Postnatal distress is common after birth and can develop into postnatal depression. It is more common than people realize and it is considered that 10-15% of women experience postpartum depression. In severe cases of postpartum depression it can have a negative impact on the mother- infant attachment and various effects on development and the well being of the child.
    The aim of this literary review was to obtain knowledge of the effects of postpartum depression on development and the well being of the child. Information was gathered about the impact of prenatal distress on the fetus. Risk factors for prenatal distress were identified and the symptoms that nurses and midwives need to observe during maternity care. The roles of nurses and midwives in prevention of insecure attachment which can happen in the event of postnatal depression. Information on the subject was gathered through databases such as PubMed, Science Direct, Google Scholar and Cinahl. Academic books were found either online, at a library and at the Center for parents and children.
    The main results showed that the impact of prenatal distress during pregnancy can have various effects on the fetus. Anxiety during pregnancy increases the risk of earlier delivery and lower birth weight for gestational age. Prenatal anxiety or depression may contribute 10-15% of the attributable load for emotional and behavioral outcomes. The impact of postnatal depression is severe when it comes to development and the well being of the child. The children of depressed mothers showed many behavioral problems, delay of cognitive development, impaired communication skills and anxiety at school age. The children of depressed mothers all had in common to have developed insecure attachment as infants. There is also increased risk of developing mental health problems as teenagers and in adulthood. Because of these consequences in development and the well being of the child, special resources have been created for these parents and children. Nurses and midwives play a very important role in identifying the symptoms of prenatal- and postnatal distress. With that being said, it is vital that nurses and midwives that treat these parents have knowledge of the treatments and resources available.

Samþykkt: 
  • 31.5.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30567


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Fæðingarþunglyndi og áhrif á þroska og líðan barns.pdf1,16 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
pdf.Yfirlýsing, Dýrleif og Valdís B..pdf619,74 kBLokaðurFylgiskjölPDF