is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30568

Titill: 
 • „Við erum hérna fyrir nemendurna.“ Upplifun skólahjúkrunarfræðinga á því að sinna geðrænum vandamálum nemenda
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Íbúar heims standa frammi fyrir versnandi geðheilbrigði. Alþjóðaheilbrigðisstofnun hefur m.a. lýst yfir áhyggjum á ástandinu og víða hafa yfirvöld sett af stað áætlanir til eflingar geðheilbrigðis. Árið 2016 settu íslensk stjórnvöld fram áætlun um eflingu geðheilbrigðis landsmanna, þar sem sérstök áhersla var lögð á eflingu geðheilbrigðis einstaklinga undir 18 ára aldri. Samkvæmt íslenskri tölfræðSearch For:
  Christian Frederik : konge av Norge
  Clear Search Box
  Ítarleg leit
  Í hverju er leitað?Dæmii sem byggð er á stórum úrtakskönnunum fer líðan landsbúa versnandi. Í könnunum sem lagðar hafa verið fyrir nemendur grunnskóla í gegnum árin hafa komið í ljós aukin einkenni kvíða og þunglyndis nemendanna. Geðheilbrigðisstarfsmenn segja ástandið óboðlegt og það þurfi að grípa til aðgerða, sérstaklega í tengslum við geðheilbriðisþjónustu barna og unglinga.
  Ljóst er að einkenni geðrænna vandamála koma í um helmingi tilfella á grunnskólaaldri hjá þeim sem á annað borð upplifa þau einhverntímann á ævinni. Snemmkomin íhlutun í geðrænum vandamálum eykur líkur á batahorfum og dregur úr neikvæðum áhrifum sem geðræn vandamál hafa í för með sér. Í grunnskólum landsins eru starfandi skólahjúkrunarfræðingar sem hafa það að markmiði að efla heilbrigði nemenda og stuðla að vellíðan þeirra. Með þessar staðreyndir að vopni er áhugavert að skoða hlutverk skólahjúkrunarfræðinga í eflingu geðheilbrigðis nemenda.
  Verkefni þetta snýst um upplifun skólahjúkrunarfræðinga á því að sinna geðrænum vandamálum nemenda. Notast var við eigindlegar rannsóknaraðferðir þar sem tekin voru viðtöl við sex skólahjúkrunarfræðinga. Voru viðtölin síðan innihaldsgreind og skipt í tvö meginþemu. Fyrra megin þemað nær yfir samskipti og tengsl skólahjúkrunarfræðinga við nemendur. Það sem fellur þar undir er m.a. geðræn vandamál nemenda, eftirtektarsemi og hlutleysi skólahjúkruanrfræðinga og mikilvægi góðs meðferðarsambands. Seinna meginþemað snýr að samskiptum skólahjúkrunarfræðinga við utanaðkomandi aðila og öfl eins og foreldra, starfsfólk skóla, aðra heilbrigðisstarfsmenn og yfirvöld.
  Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu keimlíka upplifun skólahjúkrunarfræðinga á því að sinna geðrænum vandamálum nemenda. Allir þátttakendur sögðu algengi geðrænna vandamála innan skóla vera mikið og stór hluti vinnu þeirra færi í að sinna slíkum málum. Þátttakendur sögðust allir eiga auðvelt með að mynda meðferðarsambönd, þeir upplifðu traust frá nemendum sem gjarnan líta á skólahjúkrunarfræðinga sem hlutlausa. Þátttakendur upplifðu hindranir við að sinna starfi sínu, sérstaklega hvað varðar geðheilbrigðisþjónustu við nemendur. Þar má nefna tímaleysi, óöryggi í stafi, skilningsleysi af hálfu skóla og stjórnvalda og mikið úrræðaleysi fyrir nemendur með geðræn vandamál.
  Eftir bestu vitund rannsakanda þá hefur upplifun skólahjúkrunarfræðinga á geðrænum vandamálum nemenda ekki verið rannsökuð hér á landi áður. Erlendis hefur efnið aftur á móti oft verið rannsakað og samræmast niðurstöður þeirra rannsókna merkilega mikið niðurstöðum þessarar rannsóknar.

Samþykkt: 
 • 31.5.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/30568


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS-hjúkrun-ElisabetRun.pdf499.03 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Samþykki fyrir BS.pdf1.12 MBLokaðurPDF