is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30570

Titill: 
 • Hreyfanlegar augnhreyfimælingar sem klínísk greiningaraðferð vægs gaumstols
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Fjöldi rannsókna hafa varpað ljósi á takmarkanir pappírs- og pennaprófa, sem oft eru notuð til að skima fyrir einkennum gaumstols. Sér í lagi mild einkenni gaumstols í klínísku umhverfi. Einkenni geta verið breytileg eftir umhverfistengdum truflunum, erfiðleikastigi hversdagslegra athafna og ástandi einstaklingsins, eins og þreytu. Margir sjúklingar með væg einkenni geta yfirstigið hindranir sínar á meðan pappírs- og pennapróf er lagt fyrir þau. Það getur meðal annars verið vegna þess að þeir eru vel hvíldir, átta sig á því að það sé verið að prófa þá og ef það er ekki mikið um truflun í umhverfi. Þrátt fyrir að geta klárað próf fullkomlega, geta þeir sýnt gaumstolseinkenni í formi lömunar í virku og óútreiknanlegu umhverfi. Með þessari ritgerð gera höfundar sér von um að varpa ljósi á þörf nýrra greiningaraðferða við skimun á einkennum gaumstols. Í því samhengi verður rætt um þá möguleika sem hreyfanlegur augnhreyfimælir getur gefið til þess að auka næmi mælinga. Út frá yfirliti fræðigreina fjöllum við um einkenni gaumstols og notkun hefðbundinna greiningarprófa og hegðunarprófa. Þá verður fjallað um notkun augnhreyfibúnaðar fram til þessa við greiningu á gaumstoli. Að lokum förum við yfir þrjú tilfelli gaumstolssjúklinga og ræðum möguleika augnhreyfimælis í þessum þremur tilfellum. Niðurstöður yfirlits fræðigreina leiddi í ljós þörf fyrir frekari bætta möguleika á greiningu á vægum einkennum gaumstols. Hreyfanlegur augnhreyfimælir getur verið raunhæf leið til að framkvæma slíka greiningu.

  Lykilorð: Gaumstol, Augnhreyfimælingar, Hagnýting, Mælitæki, Skimun

 • Útdráttur er á ensku

  Many researches have shown limitations of conventional tests, so called paper and pencil tests, that often are used to screen for hemispatial neglect. Especially when it comes to screening for mild hemispatial neglect in a clinical setting. Symptoms of hemispatial neglect may fluctuate according to environmental distractors, complexity of everyday activity and individual conditions, like fatigue. Many patients with mild neglect are capable of overcoming their difficulties while the paper and pencil test is administered, if they are well rested, aware of being tested and if there are not too many distracting fratures in the environment. Although they manage to complete the test flawlessly, they may show dibiliating symptoms of hemispatial neglect within a dynamic, unpredictable everyday environment. With this thesis the authors hope elucidates the need of finding new methods to evaluate the presence of hemispatial neglect. In this context, we will discuss the potential use of mobile eye tracking googles as a way to increase sensitive measurements. We review and describe symptoms of hemispatial neglect, the use of conventional screening tests and behavioral tests. Also, we review how mobile eye tracking devices has been used to assess hemispatial neglect. Finally, we will explore three test findings from three patients with hemineglect and discuss the potential use of mobile eyetracking googles in these three cases. Results from the literature showed a need to optimize possibilities for identifying mild neglect. Mobile eye tracking may provide a viable way to provide such screening.


  Keywords: Hemispatial neglect, Mobile eye tracking, Utilization, Evaluation, Screening tests

Samþykkt: 
 • 31.5.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/30570


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS-Lárus og Mona_Prentun.pdf4.31 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
BS Skemman Yfirlýsing- Lárus og Mona.pdf264.64 kBLokaðurYfirlýsingPDF