is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/30583

Titill: 
  • Áhrif umhverfis á heilastarfsemi: Forrannsókn
Námsstig: 
  • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Stýrð athygli er hugarstýrt athygliskerfi sem spilar lykilhlutverk í einbeitingu fólks. Það heldur áhrifum truflandi áreita í lágmarki, en er viðkvæmt fyrir hugrænni áreynslu. Samkvæmt ART kenningu Kaplans (1995) má endurnæra þetta athygliskerfi með því að virkja gagnastýrt athygliskerfi sem krefst engrar áreynslu. Fjöldi rannsókna hefur sýnt fram á endurnærandi áhrif náttúruumhverfis á athygli með þessum hætti. Þessi forrannsókn er undirbúningur fyrir stærri rannsókn sem mun athuga áhrif umhverfis á stýrða athygli. Lögð voru fyrir verkefni sem krefjast stýrðrar athygli sem byggjast á því að taka eftir breytingum áreita. Markmiðið var að athuga hvort verkefnið veiti gott mat á stýrðri athygli með því að bera saman niðurstöður við fyrri rannsóknir. Einnig var athugað hvort verkefni með lituð áreiti eða verkefni með svört og hvít áreiti hentaði betur. Aðeins einn þátttakandi var til rannsóknar. Heilavirkni var mæld með heilarafriti og virkni seinni CDA var athuguð eftir ólíkum skilyrðum verkefnanna: tvö markáreiti, tvö markáreiti ásamt truflurum og fjögur markáreiti. Búist var við því að sveifluvídd fyrir fjögur markáreiti væri meiri en sveifluvídd fyrir tvö markáreiti, en sveifluvídd skilyrðis með truflurum væri þar á milli. Reiknuð var
    minnisrýmd með Pashler‘s K, úr atferlisgögnum. Ekki fannst munur á minnisrýmd eftir skilyrðum og enginn marktækur munur fannst á sveifluvídd seinni CDA milli skilyrða. Enginn marktækur munur var á niðurstöðum eftir lit áreita. Niðurstöður eru í ósamræmi við
    fyrri rannsóknir, en taka þarf tillit til þess að gögnin koma einungis frá einum þátttakanda. Mikið suð var í gögnum frá heilarafriti. Mikilvægt er að ráða úr vanköntum þessa verkefnis eða velja nýtt verkefni í komandi rannsóknum.

Samþykkt: 
  • 1.6.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30583


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS_verkefni_Bryndís_Þorsteinsdóttir_María_Björk_Gunnarsdóttir_Skemman.pdf1.23 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
HáskólaBókasafn.pdf572.32 kBLokaðurYfirlýsingPDF