Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/30586
Markmið rannsóknar þessarar var að bera kennsl á tengsl stundarlíðanar við mælanleg einkenni í rödd. Þau einkenni sem voru til skoðunar voru heildarlengd lesturs, þagnir, meðaltónhæð, dreifing meðaltónhæðar og mismæli. Rannsóknir á þessu sviði sýna að mælanleg einkenni raddar á borð við þessi tengjast líðan einstaklinga. Þátttakendur voru sjálfboðaliðar, 10 konur og 10 karlar, á aldrinum 22-34 ára, valdir af rannsakendum eftir hentugleika. Fengu þeir það verkefni að lesa inn á heimasíðu rannsóknarinnar í gegnum sínar eigin tölvur fyrir fram ákveðinn orðalista sem samanstóð af hundrað orðum sem raðað var saman á tilviljunarkenndan hátt og samhliða hverjum lestri að fylla út PANAS-IS sjálfsmatslistann sem mælir jákvæðar og neikvæðar tilfinningar. Hver og einn þátttakandi las textann inn og svaraði spurningalistanum einu sinni í viku í fimm vikur. Lesturinn var svo greindur í forritinu Praat og borinn saman við skor á PANAS-IS. Jákvætt samband fannst á milli jákvæðra tilfinninga og tónhæðar. Þá fannst neikvætt samband á milli neikvæðra tilfinninga og dreifingu tónhæðar og jákvætt samband á milli neikvæðra tilfinninga og mismæla. Hvorki fundust tengsl jákvæðra né neikvæðra tilfinninga við heildarlengd lesturs eða þagnir. Þá fannst ekki samband á milli neikvæðra tilfinninga og tónhæðar og ekki á milli jákvæðra tilfinninga og dreifingar tónhæðar eða mismæla. Um kynjamun var að ræða þar sem samband tilfinninga við dreifingu tónhæðar og mismæli var aðeins að finna hjá konum. Niðurstöður benda til að rannsóknir á sambandi tilfinninga og raddar gætu gefið sundurgreinandi upplýsingar um það flókna ferli sem raddleg tjáning er.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaskil BS ritgerð.pdf | 1.11 MB | Open | Complete Text | View/Open | |
Karen scan.pdf | 118.63 kB | Locked | Yfirlýsing |