en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/30589

Title: 
  • Title is in Icelandic Áhrif orðalags á svör við spurningum um þjóðfélagsmál
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Í rannsókninni var kannað hvort mismunandi orðalag spurninga hefði áhrif á svör þátttakenda en svör við spurningum sem ætlað er að mæla það sama geta verið ólík eftir því hvernig þær eru orðaðar. Spurningar sem Stjórnlagaráð lagði fyrir í þjóðaratkvæðagreiðslu þann 20. Október 2012 ásamt öðrum spurningum um ýmis þjóðfélagsmál voru lagðar fyrir þátttakendur. Rannsóknin sneri sérstaklega að því að kanna áhrif þess að breyta spurningunum á þann hátt að þær fælu í sér óbreytt ástand í stað breytinga á svörun. Áhrif þess að breyta forskeyti spurninganna í „ert þú mótfallin(n)“ í stað „vilt þú“ voru einnig könnuð á spurningum Stjórnlagaráðs og banna/leyfa áhrifin voru könnuð í tveimur spurningum um þjóðfélagsmál. Tilgátur rannsóknarinnar voru þrjár. Fyrsta tilgátan var sú að fólk væri líklegra til þess að vera samþykkt óbreyttu ástandi þegar spurningin fól ekki í sér breytingar. Önnur tilgátan var sú að fólk væri ólíklegra til þess að láta í ljós samþykki á málefni spurningar með því að vera ósamþykkt neikvætt orðaðri spurningu heldur en að vera samþykkt jákvætt orðaðri spurningu og þriðja tilgátan var sú að fólk yrði líklegra til þess að samþykkja inntak spurninga sem fólu í sér „að banna“ með því að neita þeim (nei, ekki banna) heldur en að játa spurningum sem fólu í sér að leyfa (já, leyfa). 209 háskólanemar og 528 þátttakendur úr samfélagsmiðlaúrtaki svöruðu könnuninni rafrænt. Niðurstöður sýndu að munur fannst á svörum þátttakenda í tveimur spurningum Stjórnlagaráðs af fimm í úrtaki háskólanema og þremur spurningum í samfélagsmiðlaúrtaki þegar áhrif þess að spurningin fæli í sér óbreytt ástand voru skoðuð. Áhrifin voru einnig skoðuð með spurningum um ýmis þjóðfélagsmál og fannst munur á svörum hópanna í fimm spurningum af sjö í samfélagsmiðlaúrtaki en einni í háskólanemaúrtaki. Áhrif þess að nota neikvætt orðað forskeyti fannst í tveimur spurningum Stjórnlagaráðs í samfélagsmiðlaúrtaki en ekki í úrtaki háskólanema. Banna/leyfa áhrifin fundust í báðum spurningunum sem kannaði þau áhrif í samfélagsmiðlaúrtaki en ekki í úrtaki háskólanema.

Accepted: 
  • Jun 1, 2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30589


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
BS verkefni - Einey og Vera.pdf1.36 MBLocked Until...2028/05/31Complete TextPDF
Yfirlýsing um meðferð verkefnis.pdf432.67 kBLockedYfirlýsingPDF