is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30591

Titill: 
  • Þrýstingssár
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Húðin er stærsta líffæri líkamans. Hún gegnir mikilvægum og fjölbreyttum hlutverkum fyrir líkamann, og sökum þess hversu mikilvæg húðin er, er mikilvægt að halda henni heilli til þess að hún geti sinnt sinni starfsemi. Þegar sár myndast á húðinni fer af stað flókið ferli til þess að græða sárið sem nefnist sárgræðsluferli, en það skiptist upp í bólgufasa, frumufjölgunarfasa og þroskafasa. En misjafnt er hversu vel sárinu gengur að gróa og fara í gegnum sárgræðsluferlið.
    Þrýstingssár eru algengur fylgikvilli veikinda. Þau myndast þegar húðin og vefirnir undir henni skemmast útaf núningi, þrýstingi eða togi á ákveðnum svæðum og myndast oftast yfir beinaberum stöðum á líkamanum. Þrýstingssár eru flokkuð í stig 1-4 eftir alvarleika vefjaskaðans og hversu djúpt hann fer inn í húðina. Allir sjúklingar geta verið í hættu á að fá þrýstingssár og mikilvægt er að finna þá sem eru í meiri hættu en aðrir, með því að koma auga á áhættuþætti með áhættumatskvörðum sem fyrst svo hægt sé að grípa inn í með forvarnaraðgerðum.
    Þrýstingssár er algengt viðfangsefni á Íslandi. Algengi þrýstingssára mældist 8,9% og 13,4% á Íslandi árin 1997 og 2017. En sökum þess hversu algengt viðfangsefnið er skiptir miklu máli að heilbrigðisstarfsfólk fari eftir réttum leiðbeiningum við mat og umönnun sáranna til þess að stuðla að réttum gróanda.
    Erfitt getur reynst að koma þrýstingssárum í gegnum sárgræðsluferlið. Fjarlægja þarf hindrandi þætti í sárabeðnum, ná stjórn á bólgusvörun og réttu rakastigi sársins. Óhrein sár eru algengasta ástæða þess að þau staðna í gróanda. Við hreinsun sára er hægt að notast við fjöl¬breytilega tækni sem fer eftir ástandi sársins.
    Að loknu mati og hreinsun sárs er mikilvægt að velja réttar umbúðir, en þær fara líka eftir ástandi sársins. Með réttum umbúðum er hægt að ná fram þeim aðstæðum í sárinu sem hjálpa því að gróa, og því hafa þær fjölbreytileg hlutverk eins og tegundirnar eru margar.
    Leitarorð: Þrýstingssár, algengi þrýstingssára, forvarnir, áhættumat, áhættuþættir, meðferð, hjúkrun, umbúðir, hreinsun.

Samþykkt: 
  • 1.6.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30591


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS-lokaverkefni.pdf744.15 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
IMG_20180531_0001.pdf503.42 kBLokaðurYfirlýsingPDF