is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30592

Titill: 
  • Berskjöldun við kvíða barna: Könnun meðal íslenskra sálfræðinga um notkun á berskjöldun í meðhöndlun kvíðaraskana hjá börnum og unglingum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Fyrri rannsóknir hafa sýnt að berskjöldun sé gagnreynd aðferð og áhrifaríkasti hluti hugrænnar atferlismeðferðar gegn kvíðaröskunum barna. Margar bandarískar rannsóknir hafa sýnt fram á að berskjöldun sé vannýtt á klínískum vettvangi en færri rannsóknir hafa verið gerðar í Evrópu. Rannsókn þessi er hluti af stærra verkefni sem snýr að innleiðingu gagnreyndra aðferða við mat og meðferð á kvíðaröskunum og áráttu- og þráhyggjuröskun á Íslandi. Aðalmarkmið var að kortleggja stöðu íslenskra sálfræðinga í notkun berskjöldunar við kvíðaröskunum barna (almenna kvíðaröskun, aðskilnaðarkvíða og félagskvíða). Önnur markmið rannsóknar voru að kanna viðhorf meðferðaraðila, þjálfun þeirra og val á aðferðum. Menntunarstig og reynsla var einnig skoðuð. Spurningakönnun var send með tölvupósti til allra sálfræðinga innan Sálfræðingafélags Íslands. Úrtakið samanstóð af 50 sálfræðingum sem allir höfðu meðhöndlað að minnsta kosti eitt barn á aldrinum fimm til 17 ára með kvíðaröskun sem aðalröskun á síðastliðnum 12 mánuðum. Niðurstöður sýndu að berskjöldun er mikið nýtt í kvíðameðferðum barna. Þjálfun þátttakenda, viðhorf þeirra og aðferðir voru útlistuð. Langflestir þátttakendur greindu frá því að þeir notuðu berskjöldun í meðferð við kvíða barna en mun færri sögðust að hafa fengið viðeigandi þjálfun í þeirri meðferðartækni. Það er ákveðið áhyggjuefni því ef aðferðir berskjöldunar eru ekki notaðar með viðeigandi hætti þá getur það dregið úr árangri meðferðar. Því má áætla að þörf sé á frekari þjálfun og fræðslu. Að lokum voru vankantar og styrkleikar rannsóknar ræddir.

Samþykkt: 
  • 1.6.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30592


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Berskjöldun við kvíða barna - Ástrós Elma Sigmarsdóttir og Hrafnkatla Agnarsdóttir .pdf541.04 kBLokaður til...01.06.2020HeildartextiPDF
Yfirlýsing.pdf368.2 kBLokaðurYfirlýsingPDF