is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/30593

Titill: 
  • Áhrif stýrðrar kennslu Engelmanns samhliða fimiþjálfun á lestrarfærni tíu ára stúlku með sértæka námsörðugleika
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Stýrð kennsla Engelmanns (e. Direct Instruction) er raunprófuð kennsluaðferð sem er áhrifarík í að auka færni og afköst nemenda. Kennari fer eftir fyrirfram gefnu handriti sem tilgreinir nákvæmlega hvað hann á að segja og gera í kennslustund hverju sinni. Handrit stýrðrar kennslu samanstendur af verkefnum sem eru lögð fyrir í ákveðinni röð og þarf nemandi að hafa náð fullri færni í tilteknu verkefni áður en farið er í það næsta. Samkvæmt handriti á kennari að veita nemanda tafarlausa endurgjöf á frammistöðu. Fimiþjálfun er raunprófuð kennsluaðferð sem byggir á flestum þáttum „Precision Teaching” til að þjálfa ákveðna færni og er jafnframt mælitæki á frammistöðu nemenda. Markmið fimiþjálfunar er að nemandi þrói fimi (e. fluency), það er svörun sem er rétt, hiklaus, áreynslulaus, nákvæm, hröð og örugg í tilteknu verkefni. Hún felur í sér endurteknar stuttar æfingar sem á að framkvæma innan ákveðins tíma. Stýrð kennsla og fimiþjálfun hafa verið notaðar saman með góðum árangri og eru þær meðal áreiðanlegustu og áhrifaríkustu kennsluaðferða sem beittar hafa verið. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna hvort auka mætti færni tíu ára stelpu með sértæka námsörðugleika í að þekkja bókstafi og segja hljóð þeirra með því að nota stýrða kennslu samhliða fimiþjálfun. Niðurstöður sýna að aukning varð á færni þátttakanda í öllum mælingum sem voru notaðar til að mæla frammistöðu og árangur kennslunnar.

Samþykkt: 
  • 1.6.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30593


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Áhrif stýrðrar kennslu Engelmanns samhliða fimiþjálfun á lestrarfærni tíu ára stúlku með sértæka námsörðugleika.pdf1,07 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman yfirlysing.pdf3,5 MBLokaðurYfirlýsingPDF