Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/30597
Objective: Hair-pulling disorder (HPD) and Skin-picking disorder (SPD) are chronic and common psychiatric disorders. They co-occur more than could be expected by chance and have similar clinical characteristics and symptom presentations. Habit Reversal Training with stimulus control (HRT-SC), is the first-line treatment for HPD and SPD, but relapse rates are high after treatment completion. Information on long-term efficacy of HRT is aslo scarce and research results are conflicting. The purpose of this study was to compare the long-term efficacy of HRT-SC with an adapted version of HRT that included cue-exposure and response prevention (CERP) instead of stimulus control. Method: Participants were 15 female university students, four with HPD and 11 with SPD, that had completed a four session HRT-CERP (n=6) or HRT-SC (n=9) in March and April in 2017. Symptom severity was assessed six and 12 months post-treatment in the present study. Results: Effect sizes decreased in both treatment groups six and 12 months post-treatment, with larger drop being observed in the HRT-CERP group. However, changes over time or differences between groups were not statistically significant, indicating that treatment gains were retained in both groups. Conclusions: The long-term efficacy of HRT-CERP and HRT-SC is comparable one year post-treatment. The long-term effectiveness of HRT-CERP should be addressed in future studies, using larger and more heterogenous samples.
Markmið: Hárreyti- (Hair-pulling disorder (HPD)) og Húðkroppunarröskun (Skin-picking disorder (SPD)) eru langvinnar og nokkuð algengar geðraskanir. Samsláttur á milli þeirra er meiri en getur átt sér stað af tilviljun og þær hafa áþekka einkennamynd. Svokölluð habit reversal þjálfun (HRT), er kjörmeðferð fyrir HPD og SPD, en bakslag er algengt að lokinni meðferð en langtímarannsóknir eru fáar og niðurstöður mótsagnakenndar. Markmið rannsóknarinnar er að bera saman langtímaáhrif af HRT með áherslu á berskjöldun og svarhömlun (exposure and response prevention) og hefðbundna HRT þjálfun þar sem áhersla er á áreitastjórnun, við HPD og SPD.
Aðferð: Þátttakendur voru 15 kvenkyns háskólanemar, fjórir með HPD og 11 með SPD, sem luku annaðhvort fjögra skipta HRT-CERP (n=6) eða HRT-SC (n=9) meðferð í mars til apríl árið 2017. Þessir 15 þátttakendur mættu til endurmats á einkennum sex og og 12 mánuðum eftir meðferðarlok.
Niðurstöður: Áhrifastærðir höfðu lækkað frá meðferðarlokum í báðum hópum við sex og 12 mánaða eftirfylgd. Lækkunin var umtalsvert meiri í HRT-CERP hópnum en í HRT-SC. Niðurstöður tölfræðiprófa sýndu þó að enginn marktækur munur reyndist vera yfir tíma eða á milli hópa á meginmælitæki rannsóknarinnar fyrir alvarleika einkenna (SPS-R/MGH-HS). Það bendir til að báðar meðferðir haldi árangri sínum einu ári eftir meðferðarlok.
Ályktanir: Langtímaárangur breyttrar útgáfu af HRT, þar sem lögð er áhersla á berskjöldun og svarhömlun (HRT-CERP), er áþekkur því sem næst með kjörmeðferð við HPD og SPD, þar sem áherslu er lögð á áreitastjórnun (HRT-SC). Frekari rannsókna er þörf á langtímaárangri þessara meðferða í stærri og fjölbreyttari úrtökum þátttakenda.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
GuðrúnHasler_Lokaritgerd.pdf | 352 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
yfirlysing.pdf | 1.74 MB | Lokaður | Yfirlýsing |