en English is Íslenska

Thesis (Undergraduate diploma) University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > Diplómaritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/30601

Title: 
 • Title is in Icelandic Samanburður á nákvæmni og geislaálagi við lengdarmælingu neðri útlima með tölvusneiðmynda- og röntgenrannsókn
Degree: 
 • Undergraduate diploma
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Inngangur: Lengdarmælingar hafa verið framkvæmdar með röntgenrannsóknum hér á landi en nýlega hóf Domus Medica að framkvæma slíkar rannsóknir með tölvusneiðmyndarannsókn. Bæði röntgen og tölvusneiðmyndarannsóknir gefa frá sér jónandi geislun í mismiklu magni. Jónandi geislun getur verið skaðleg og henni fylgir ávallt ákveðin áhætta, því er mikilvægt að hafa hana í huga við mat á hverskyns myndgreiningu sem sjúklingi er vísað í.
  Markmið: Rannsóknin er í raun tvíþætt, annarsvegar er borið saman geislaálag sem hlýst af lengdarmælingu sem framkvæmd er með röntgen og tölvusneiðmyndatæki. Í seinni hluta rannsóknar mun rannsakandi gera nákvæmnismælingu á úrlestri tveggja röntgenlækna og bera það saman. Markmið rannsóknar er því að athuga hvort önnur rannsóknaraðferðin er betri með tilliti til geislaálags og greiningarnákvæmnis.
  Efni og aðferðir: Geislaskammtamælingar: Röntgen- og tölvusneiðmyndatæki voru notuð við rannsóknina. Engir sjúklingar voru í tækjunum á meðan á mælingum stóð. Við tölvusneiðmyndarannsóknir var notast við föst tökugildi og yfirlitsmyndir eingöngu keyrðar. Í röntgenrannsóknum var notast við sjálfvirka geislunarstýringu og tillit tekið til mismunandi þykktar sjúklings. Nákvæmni í úrlestri: Úrtakið samanstendur af 37 lengdarmælingum sem valdar voru af handahófi (25 röntgenrannsóknir, 12 tölvusneiðmyndarannsóknir). Tveir röntgenlæknar lásu tvisvar úr lengdarmælingum á rannsóknartímabilinu. Rýnt var í nákvæmni á milli lækna og einnig var metin nákvæmni mælinga innan sama læknis.
  Niðurstöður: Flatargeislun (DAP) fyrir lengdarmælingu í röntgenrannsókn er 2,583 Gycm2 en 0,700 Gycm2 með tölvusneiðmyndarannsókn miðað við 80 kílóVolt (kV) sem Domus Medica notar í dag. Í upphafi voru notuð 120kV sem skilaði DAP gildinu 3,180 Gycm2. Gerður var samanburður á milli og innan röntgenlækna fyrir lengdarmælingu á hægri og vinstri útlim. Lítill breytileiki var í mælingum og fylgnin var mjög há (0,885 til 1). Ekki reyndist vera marktækur munur á milli mælinga (p=0,1749 til 0,9231).
  Ályktun: Niðurstöður rannsóknarinnar sýna mikla nákvæmni og lítinn breytileika í lengdarmælingum. Lengdarmæling sem framkvæmd er með tölvusneiðmyndarannsókn (80kV) gefur mun minni geislaskammt heldur en bæði röntgen og 120 kV tölvusneiðmyndarannsókn.

Accepted: 
 • Jun 1, 2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/30601


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Diploma-JónTraustiTraustason-skemman.pdf2.13 MBOpenComplete TextPDFView/Open
umsokn-t.pdf849.69 kBLockedYfirlýsingPDF