is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30603

Titill: 
 • Titill er á ensku Redesign of pelagic fish meal processing line
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Fiskmjölsiðnaðurinn hefur lítið breyst á síðustu árum. Til þess að vega á móti lægra söluverði og aukinni samkeppni frá sojamjölsfóðri í fiskeldi eru fiskmjölsframleiðendur farnir að leita að nýjum leiðum til að nýta hráefnið. Gæði hráefnis eru meiri í dag en þau voru en mikil áhersla hefur verið lögð á að endurbæta kælikerfi veiðiskipa og koma hráefninu í sem bestu ástandi í land. Hráefni sem hingað til hefur verið nýtt í fiskmjöl gæti því hentað nú til manneldis. Tækifæri leynast í að framleiða fiskprótín duft. Því svipar til fiskmjöls en hefur hærra prótín innihald og lægri fituprósentu. Hægt er að skipta duftinu í þrjá flokka en einn af þeim telst hæfur til manneldis. Með auknum gæðum hráefnis í gegnum allt ferlið er nú hægt að bæta fiskprótín dufti við afurðir fiskmjölsframleiðenda, eftir að að nokkrar breytingar á vinnsluferlinu hafa verið gerðar.
  Í þessari ritgerð er ný útgáfa af framleiðsluferli fiskmjöls skoðuð, með tilliti til massaflæðis, sem gerir ráð fyrir þessari afurðaaukningu. Loðna og kolmunni eru notuð sem dæmi um hráefni þar sem að þau voru talin geta gefið raunverulega mynd af hvernig mismunandi efnasamsetning kæmi út í ferlinu. Orkuþörf var reiknuð fyrir báðar fisktegundir og bæði orkunotkun og massaflæði bestað. Niðurstöður gáfu til kynna að með þessari uppsetningu væri hægt að framleiða fiskduft með ákjósanlegri efnasamsetningu. Uppgufun vatns úr hráefninu var stærsti hluti af aflþörf framleiðslunnar. Eftir því sem tekin var meiri fita úr hráefninu, jókst aflþörf hins vegar lítið. Þessi uppsetning gæti því lofað góðu fyrir fiskmjölsframleiðendur.

 • Útdráttur er á ensku

  The fish meal industry has been at a standstill in the last years. To combat decreasing price of fish meal as well as increased competition from soy-based feed in aquaculture, fish meal producers are striving to utilize the material in new ways. Due to improved technology, especially cooling systems in trawlers, and handling of the fish on land, raw material can keep its quality longer. Therefore, material that has been used for fish meal, could be used for human consumption. One of the possible options is to produce fish protein powder. It has a higher protein content and lower fat content than fish meal. Fish powder can be categorized into three types, one of them being fit for human consumption. Due to increased quality of the material throughout the whole process, it is now possible to add a food-grade protein powder to products that fish meal producers manufacture. That can be done with only few changes in the production process.
  In the current thesis, a different setup from the current fish meal production process is examined and the material flow calculated from that setup. Capelin and blue whiting were used as contrasting raw materials due to their different chemical compositions. The energy requirement was calculated for both species and both material flow and energy consumption optimized. The results suggest that with this new setup, a high-quality fish protein powder, with a desirable chemical composition could be produced. The evaporation of water from the material is the most power consuming. Reducing the fat content however only increased the power consumption by a small degree. These are promising results for the fish meal industry in the future.

Samþykkt: 
 • 1.6.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/30603


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skemman_yfirlysing.pdf474.37 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Redesign of pelagic fish meal processing line.pdf1.23 MBLokaður til...31.12.2023HeildartextiPDF