is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/30605

Titill: 
 • Titill er á ensku Post-surge structural glaciology of the ice margin of Múlajökull, central Iceland, and composition and distribution of geometrical ridges in the forefield
 • Byggingarlag jaðars Múlajökuls og gerð og lega sethryggja framan við jökulinn í kjölfar framhlaupa
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Útdráttur er á ensku

  This thesis deals with the structural glaciology of the ice margin of Múlajökull, a surge-type glacier in central Iceland, and the distribution and composition of till ridges that are exposed in the immediate foreland. Detailed structural mapping, glacial geological and
  geomorphological methods, drone and aerial images, photogrammetry and remote sensing are used to investigate the structural architecture of Múlajökull and the impact of its latest surge on the glacier surface.The mapping reveals that Múlajökull comprises a rapidly flowing central section bounded by slower flowing sections on either side. The boundary between these sections is marked by a series of poorly to well-developed brittle shear zones characterized by sigmoidal, en-échelon tension fissures, which can be used to establish the sense of shear within the ice. Analysis of these brittle deformation structures reveals a flow pattern of the Múlajökull margin that can be linked to a complex interplay between subglacial topography and glacier flow. The subglacial topography is characterized by an overdeepening that is delimited by an arcuate ridge near the present (2015) ice margin, and a series of elongate streamlined bedforms (drumlins) in the ice-marginal zone. A study of sedimentary ridges immediately in front of the present glacier margin shows that they are mainly composed of massive diamiction containing blocky clasts and localized pockets of sorted sediments. The distribution and orientation of these ridges has been correlated with the fracture pattern on the surface of Múlajökull. This indicates that the majority of these ridges formed through the squeezing up of mobile sub-glacial sediments(till) into open longitudinal fractures. Transverse ridges most likely represent seasonal, small push moraines. The study widens the understanding of structural flow dynamics in surging piedmont glaciers and the landform assemblage associated with these glaciers. The
  relationship between ice surface structures and landforms exposed upon ice retreat is still poorly understood but may have bearing on our understanding of ice flow within both past and present glaciers and ice sheets.

 • Rannsókn þessi snýr að byggingu og þróun Múlajökuls eftir framhlaupið 2008 og tengslum þessa við landslagið undir jöklinum. Byggingareinkenni á yfirborði jökulsins og hryggir framan við sporðinn voru kortlögð ítarlega með hjálp loftmynda og mynda úr flýgildi, auk nákvæmra hæðarlíkana. Hefðbundnum aðferðum í jöklajarðfræði og landmótun var beitt við að kanna setgerð, byggingu og dreifingu hryggjanna framan við jökulinn. Nákvæm kortlagning byggingareinkenna, s.s. sprungna, bendir til þess að rennsli og skriðhraði sé mestur fyrir miðju en minnki svo til beggja hliða. Mörkin á milli þessara svæða einkennast af misþróuðum brotabeltum með sveigðum og skástígum togsprungum sem sýna vel
  innbyrðis hreyfingar í jöklinum. Brotabeltin leiða í ljós flókið mynstur ísflæðis í sporði Múlajökuls og margbrotið samspil á milli jökuls og undirlags. Undirlag Múlajökulls einkennist af djúpu bæli innan við bogadreginn hrygg og raðir ílangra jökulalda sem finnast undir núverandi jökulsporði. Langflestir hryggjanna framan við jökulinn liggja nokkurn
  veginn samsíða flæðistefnu hans og langsprungum í sporðinum, og samanstanda mestmegnis af jökulruðningi með kubbalaga hnullungum og einangruðum vösum af aðgreindu seti. Þetta bendir til þess að hryggirnir hafi líklega myndast er botnurð þrýstist upp í sprungur sem náðu niður í botn jökulsporðsins. Einstaka þverstæða hryggi má einnig finna þétt við jökulsporðinn en þeir eru taldir vera ýtigarðar og ekki beintengdir sprungumynstri jökulsins. Rannsóknin eykur skilning okkar á flæði framhlaupsjökla og sprungukerfi þeirra, sem og á dreifingu landforma og tengslum þeirra við sprungukerfi jöklanna. Þessi tengsl eru enn torskilin en geta veit mikilvægar upplýsingar um hegðun og flæði bæði núverandi og horfinna jökla.

Styrktaraðili: 
 • Styrktaraðili er á ensku Energy Research Fund of Landsvirkjun, The Physiographic Society of Lund, Sweden, The Brithish Geological Survey and The Institute of Earth Sciences, University of Iceland
Samþykkt: 
 • 1.6.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/30605


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Magnús Freyr Sigurkarlsson MSc Thesis.pdf8.81 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Magnús Freyr Sigurkarlsson, Yfirlýsing um meðferð lokaverkefnis.pdf178.9 kBLokaðurYfirlýsingPDF