Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/30606
Samsæriskenningar eru tilraunir til að útskýra atburði á þann hátt að þeir séu skipulagðir af valdamiklu fólki á laun. Samsæriskenningar eru all útbreiddar og beinast oftar en ekki að yfirvöldum. Markmið þessarar rannsóknar var að rannsaka hvort að upplifun um fjarlægð frá ríkisstjórn hefði áhrif á hvort fólk trúi á samsæriskenningar. Rannsóknin var tvískipt, fyrri rannsóknin var þversniðsrannsókn þar sem könnuð voru tengsl þáttanna fjarlægð frá ríkisstjórn, menntun og búseta við trú á samsæriskenningar. Seinni rannsóknin fólst í tilraunainngripi með stuttum texta sem var ætlað að hafa áhrif á það hversu nærri eða fjarri ríkisstjórn Íslands þátttakendur upplifðu sig. Einnig þurftu þátttakendur að svara spurningalistum til að meta trú þeirra á tilteknar samsæriskenningar og hugsun þeirra um samsæriskenningar almennt. Niðurstöður sýndu að trú á samsæriskenningar mældist minni eftir því sem þátttakendur höfðu meiri menntun. Búseta hafði einnig áhrif, en minni trú var á samsæriskenningar hjá þeim sem voru búsettir á höfuðborgarsvæðinu en utan þess. Textinn sem átti að gefa upplifun um fjarlægð eða nálægð við ríkisstjórn hafði ekki áhrif. Þessar niðurstöður benda til þess að þegar fjarlægð frá ríkisstjórn er túlkuð út frá menntun og búsetu, hafi það þau áhrif að trú á samsæriskenningar aukist.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
yfirlysing_skemman_helga_alexandra.pdf | 337.36 kB | Lokaður | Yfirlýsing | ||
Alexandra_Helga_BS.pdf | 632.63 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |