is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30611

Titill: 
  • Skilningur fólks á orðalagi spurninga um þjóðfélagsleg mál
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna skilning fólks á orðalagi spurninga sem snéru að þjóðfélagslegum málum. Settur var saman spurningalisti með 12 spurningum. Fyrstu fimm spurningarnar voru fengnar úr þjóðaratkvæðagreiðslu Íslendinga frá árinu 2012 þar sem kosið var um tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá. Þær voru lagðar fyrir þátttakendur í sömu mynd og þær voru lagðar fyrir þjóðina. Seinni sjö spurningarnar voru um önnur samfélagsleg hitamál og hafa þær áður verið lagðar fyrir þjóðina í svipaðri mynd í könnunum kannanafyrirtækja og á vegum dagblaða. Þeim spurningum var breytt á þann hátt að ef upphaflegt orðalag spurningar snéri að afstöðu fólks til breytinga (t.d. á lögum) þá var spurningin endurorðuð svo hún snéri að afstöðu fólks til óbreytts ástands. Skilningur þátttakenda var athugaður með ítarlegum viðtölum þar sem ítarlegar spurningar voru notaðar. Viðtölin voru hljóðrituð, rituð upp og þau greind og flokkuð niður í þemu. Niðurstöður sýndu að ef orðalag spurninga var ónákvæmt, tvírætt og/eða óskýrt hafði það áhrif á túlkun þátttakenda á spurningunum og þar með svörun þeirra.

Samþykkt: 
  • 1.6.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30611


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
SkilningurFolksAOrdalagiSpurninga_SnaefridurBirtaBsRitgerd.pdf888.56 kBLokaður til...31.05.2028HeildartextiPDF
Snæfríður yfirlýsing.jpg131.6 kBLokaðurJPG