is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30612

Titill: 
 • Áhugahvetjandi samtal: Leið til að auka líkur á lífstílsbreytingum hjá einstaklingum með kransæðasjúkdóm í hjartaendurhæfingu: kerfisbundin fræðileg samantekt.
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Bakgrunnur: Þrátt fyrir að tekist hafi að draga úr tíðni hjarta- og æðasjúkdóma með bættri meðferð, öflugri forvörnum og auknu eftirliti valda þessir sjúkdómar samt flestum dauðsföllum í hinum vestræna heimi. Kransæðasjúkdómur er algengasta dánarorsökin af einstökum sjúkdómum hér á landi, bæði hjá körlum og konum, en hann veldur árlega um 20% allra dauðsfalla. Áhættuþættir sem stjórnast af lífstíl og hegðun skýra um 90% í þróun á kransæðasjúkdómi. Með lífstílsbreytingum er því hægt að hafa jákvæð áhrif á áhættuþættina.
  Tilgangur og markmið: Að öðlast samsetta heildarmynd af rannsóknum á árangri áhugahvetjandi samtals hjá kransæðasjúklingum í hjartaendurhæfingu. Með því má varpa ljósi á hvort hjúkrunarfræðingar í hjartaendurhæfingu geti nýtt sér áhugahvetjandi samtal til að auka líkur á lífstílsbreytingum skjólstæðinga.
  Aðferð: Kerfisbundinni fræðilegri samantekt var beitt og byggir hún á rafrænni leit í gagnabönkum PubMed, Scopus og Ovid að megindlegum og eigindlegum rannsóknum, á tímabilinu frá janúar 2013 til og með janúar 2018. Að auki var gerð handleit í Google Scholar. Stuðst var við aðferð Joanna Briggs stofnunarinnar og PRISMA yfirlýsingin höfð til hliðsjónar við framsetningu gagnagreiningar og niðurstaðna. Allir titlar og útdrættir sem fundust við leitina voru skimaðir með tilliti til fyrirfram settra inntökuskilyrða. Þær greinar sem stóðust þessa skimun voru lesnar í fullri lengd. Við mat á veikleikum rannsóknanna var notast við stöðluðu gæðamatslistana MAStARI og QARI og framkvæmdu tveir rannsóknaraðilar matið hvor í sínu lagi. Dregnar voru fram viðeigandi upplýsingar með „matrix“ aðferð og niðurstöður samþættar með lýsandi frásögn.
  Niðurstöður: Átta rannsóknir uppfylltu fyrirfram sett inntökuskilyrði. Af þeim var ein rannsókn eigindleg og sjö megindlegar. Af þeim voru fjórar slembnar samanburðar rannsóknir, tvær hálfstaðlaðar og ein þverrannsókn. Sjúklingar voru alls 3.604 í rannsóknarhópunum. Útkomumælingar megindlegu rannsóknanna mældu ýmist sálfélagsleg og/eða lífeðlisfræðileg gildi á borð við kvíða, þunglyndi, lífsgæði, blóðþrýsting, blóðfitugildi, ummál kviðar eða breytingu á áhættuþáttum eins og hreyfingu, tóbaksnotkun og mataræði. Niðurstöður rannsóknanna benda til þess að hægt sé að stuðla að lífstílsbreytingum þessa sjúklingahóps með því að notast við áhugahvetjandi samtal í hjartaendurhæfingu. Ein rannsókn mældi áhugahvöt þátttakenda og ein mat staðsetningu þátttekenda í breytingarferlinu. Eigindlega rannsóknin sýnir að þátttakendur skortir stuðning frá sínum nánustu, þeir finna fyrir leiða, röskun á daglegu lífi og fá litla fræðslu um sjúkdóminn varðandi lífstílsbreytingar. Betur gekk að gera breytingar ef þátttakendur upplifðu stuðning og samkennd frá hjúkrunarfræðingum í hjartaendurhæfingu.
  Ályktun: Áhugahvetjandi samtal getur stuðlað að lífstílsbreytingum kransæðasjúklinga í hjartaendurhæfingu. Hjúkrunarfræðingar ættu því að tileinka sér áhugahvetjandi samtal í vinnu sinni með þessum sjúklingahópi. Framtíðarrannsóknir ættu að beinast meira að því að mæla áhugahvöt kransæðasjúklinga.
  Lykilorð: Kransæðasjúkdómur, hjartaendurhæfing, lífstílsbreytingar, áhugahvetjandi samtal

 • Útdráttur er á ensku

  Background: Although advancements have been made in the treatment, prevention and follow-up, cardiovascular disease is still a major cause of mortality in the industrialized countries. Coronary artery disease is the largest single cause of death in Iceland, with about 20% of all deaths per year in both genders. Modifiable risk factors account for 90% of the risk of developing coronary artery disease. Lifestyle modifacation can lead to favourable risk factor management.
  Purpose and objectives: To synthesize knowledge about motivational interviewing as a useful tool to enhance behavior change in patients suffering from cardiovascular disease in cardiac rehabilitation. The aim was to evaluate if motivational interviewing can be used to increase favourable risk factor management by nurses in a cardiac rehabilitation setting.
  Method: A systematic review of quantitative and qualitative studies based on a search in the PubMed, Scopus and Ovid databases for articles published between January 2013 until January 2018. A free-text search was also conducted in Google Scholar. The Joanna Briggs Institute (JBI) methodology for systematic reviews guided the review and recommendations from the PRISMA statement were used to provide clarity for analysis and presentation of results. All titles and abstracts were screened for eligibility with the inclusion criteria. Articles which adhered to the inclusion criteria were read. To evaluate the risk of bias within each included study, relevant check lists MAStARI and QARI were used and the evaluation was conducted in a blinded fashion by two reviewers. The „matrix“ method was used for data extraction and results were narratively synthesized.
  Results: Eight articles met the inclusion criteria. One was a qualitative study and seven were quantitative studies, of which four were randomized cotrolled trials, two quasi-experimental studies and one analytical cross sectional study. A total of 3.604 patients were in the research groups. Outcomes in the quantitative studies were either measured by psychological or/and biological markers such as anxiety, depression, quality of life, blood pressure, blood cholesterol, waist circumference or changes in risk factors like exercise, smoking and diet. These results show that with the use of motivational interviewing in cardiac rehabilitation, behavior change can be made. One research measured motivation of the participants and one research used the stages of change questionnaire. Findings from the qualitative study show that coronary artery disease patients express lack of support from their loved ones, less enjoyment, disrupt of daily routines and little information about the disease and lifestyle modification. Factors which motivated participants to change were support and empathy from nurses in cardiac rehabilitation.
  Conclusion: Motivational interviewing can lead to behavior change in coronary artery disease patients which participate in cardiac rehabilitation. Nurses should therefore implement motivational interviewing in their works with these types of patients. Future research should focus more on measuring motivation of coronary artery disease patients.
  Key words: Coronary artery disease, cardiac rehabilitation, lifestyle change, motivational interviewing

Samþykkt: 
 • 4.6.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/30612


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Áhugahvetjandi samtal..pdf1.67 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing.pdf492.49 kBLokaðurYfirlýsingPDF