is Íslenska en English

Lokaverkefni (Diplóma bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Diplómaritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30613

Titill: 
 • Athugun á líðan kvenna meðan á rannsóknarferli stendur í leg- og eggjaleiðararannsókn (HSG): Gæðarannsókn á Landspítala
Námsstig: 
 • Diplóma bakkalár
Útdráttur: 
 • Inngangur: Leg- og eggjaleiðararannsókn (HSG) er framkvæmd á röntgendeild á Landspítalanum við Hringbraut. Hún er framkvæmd í þeim tilgangi að skoða ástand legs og eggjaleiðara og meta ófrjósemi kvenna en rannsóknin er lykilrannsókn þegar verið er að meta ófrjósemi. Röskun á eðlilegri starfsemi eggjaleiðara er ástæða ófrjósemis hjá 35-40% para. Rannsóknin getur reynst konum erfið og streituvaldandi. Hún getur valdið óþægindum og í sumum tilfellum getur hún verið mjög sársaukafull.
  Markmið: Tillgangur rannsóknar var að afla upplýsinga um líðan kvenna meðan á rannsóknarferli stendur. Skoða verklag við rannsókn, hvað sé í lagi og hvort eitthvað megi betur fara.
  Efni og aðferðir: Spurningalisti var saminn og sendur á úrtak sem hafði farið í HSG rannsókn á röntgendeild Landspítala við Hringbraut á tímabilinu 1. nóvember 2015 til 30. nóvember 2016. 93 spurningalistar voru sendir og svör bárust frá 31 konu. Spurningalistinn samanstóð af 20 spurningum. Hann skiptist í tvo hluta, fyrri hlutinn snerist um persónulegar spurningar og seinni hlutinn fjallaði almennt um rannsóknarferlið og líðan kvennanna.
  Niðurstöður: Svarhlutfall var 33%. 52% kvenna hefði viljað fá meiri fræðslu áður en þær komu í HSG rannsókn. 42% vildu hafa aðstandanda með sér inni á rannsóknarstofu á meðan á rannsókn stóð. 39% fundu fyrir stressi og 29% fundu fyrir kvíða fyrir rannsókn. 32% fundu fyrir miklum óþægindum og 32% fundu fyrir miklum sársauka í rannsókn. 90% sögðu að þær töldu að rannsóknin hefði komið að gagni fyrir sig.
  Ályktun: Konur vilja fá meiri fræðslu áður en þær koma í HSG rannsókn og þær vilja hafa val um að geta haft aðstandanda með sér inni á rannsóknarstofu á meðan á rannsókn stendur. Mikil tengsl voru á milli slæmrar upplifunar kvenna af rannsókninni hjá þeim konum sem voru stressaðar og kvíðnar fyrir rannsókn. Konum fannst þær almennt ekki þurfa að bíða lengi eftir að komast í rannsókn, langflestum þeirra fannst vera nógu vel útskýrt fyrir sér hvað var í gangi hverju sinni á meðan á HSG rannsókn stóð, mikill meirihluti taldið að niðurstöður HSG rannsóknar hefðu komið að gagni fyrir sig. 49% kvenna urðu ófrískar innan við ár eftir rannsókn og 16% urðu ófrískar meira en ár eftir rannsókn sem verður að teljast gleðilegt þar sem konur eru að kljást við ófrjósemis áður en þær koma í HSG rannsókn.

Samþykkt: 
 • 4.6.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/30613


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Marta Rós Ormsdóttir.pdf3.41 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Scan10002.PDF64.94 kBLokaðurYfirlýsingPDF