is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30614

Titill: 
  • Samanburður á almennu og sértæku skimunartæki við að finna einhverfueinkenni hjá börnum í tveggja og hálfs árs skoðun í ung- og smábarnavernd
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Einhverfa er taugaþroskaröskun sem einkennist af frávikum í félagslegum samskiptum og tjáskiptum ásamt afmörkuðu, endurteknu hegðunarmynstri, áhugamálum eða viðfangsefni. Mikilvægt er að greina börn með einhverfu snemma til að setja af stað snemmtæka íhlutun. Til að finna börn með einhverfu snemma eru notuð sértæk skimunartæki en skimun er kerfisbundin leit að einkennum ákveðins sjúkdóms hjá skilgreindum hópi einstaklinga sem eru einkennalausir. Markmið rannsóknarinnar var tvíþætt. Annars vegar var skoðað hvort það séu tengsl milli svörunar foreldra á almennu þroskaskimunartæki (Parents´ Evaluation of Developmental Status; PEDS) og sértæku skimunartæki (Modified Checklist for Autism in Toddlers, Revised with Follow up; M-CHAT-R/F) í tveggja og hálfs árs skoðun í ung- og smábarnavernd. Hins vegar var skoðað hvort hægt sé að nota svörunarmynstur á PEDS til að spá fyrir um niðurstöðu á M-CHAT-R/F. PEDS er 10 atriða spurningarlisti um áhyggjur foreldra af þroska og hegðun barna sinna en M-CHAT-R/F er 20 atriða skimunarlisti sem miðar að því að fá upplýsingar frá foreldrum um einkenni einhverfu sem fylgt er eftir með eftirfylgdarviðtali. Þátttakendur voru 1477 börn þar sem fyrir lágu gögn úr PEDS og M-CHAT-R og M-CHAT-R/F. Helstu niðurstöður sýndu með notkun hlufallslegrar aðfallsgreiningar að PEDS spáir almennt vel fyrir útkomu á M-CHAT-R/F ( χ2(1)= 5,88, p> 0,001; öryggisbil 3,86-8,95). Þeir áhyggjuflokkar sem spá best fyrir um niðurstöðu á M-CHAT-R/F voru Málskilningur, Hegðun, Félags/Tilfinningalegt og Sjálfsbjörg (χ2(1)= 12,12, p >0,001, 95%; öryggisbil 6,76-21,76). Af þeim sem skimuðust jákvætt á M-CHAT-R/F voru foreldrar 22 barna af 25 (88%) með tvo eða fleiri af ofangreindum áhyggjuflokkum. Niðurstöður sýna því að að PEDS spáir almennt vel fyrir um niðurstöður M-CHAT-R/F en með því að styðjast við svörunarmynstur er hægt að finna fleiri börn með einkenni einhverfu. Næstu skref eru að skoða greiningarniðurstöður þeirra barna sem skimuðust jákvætt á M-CHAT-R/F og út frá því athuga sértæki og næmi. Þegar þær niðurstöður liggja fyrir er hægt að ákvarða um hvort mælt sé með að leggja M-CHAT-R/F fyrir í tveggja og hálfs árs skoðun eða hvort æskilegra sé að styðjast við svörunarmynstur á PEDS.

Samþykkt: 
  • 4.6.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30614


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð. Steinunn Birgisdóttir..pdf586.25 kBLokaður til...31.05.2138HeildartextiPDF
Yfirlýsing. Steinunn Birgisdóttir.pdf292.46 kBLokaðurYfirlýsingPDF