is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30617

Titill: 
 • Langtímaáhrif magahjáveituaðgerða á beinabúskap karla og kvenna, 3 ára eftirfylgni
 • Titill er á ensku Long-term effects of bariatric surgery on bone health in men and women, a 3 year follow-up study
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Inngangur: Um leið og algengi offitu eykst hefur sömuleiðis hjáveituaðgerðum til meðferðar á offitu fjölgað. Góður árangur hefur fengist með hjáveituaðgerðum sem meðferð gegn offitu þar sem þyngdartap er mikið hjá einstaklingum en til eru vísbendingar um töluvert beintap fyrstu tvö árin eftir aðgerð. Þessi rannsókn er liður í að varpa ljósi á langtímaáhrif magahjáveituaðgerða á beinabúskap bæði hjá körlum og konum eftir slíkar aðgerðir.
  Markmið: Kanna langtímaáhrif verulegs þyngdartaps og truflaðrar næringarupptöku hjá einstaklingum með offitu eftir hjáveituaðgerð á maga og görnum á beinaheilsu að teknu tilliti til kalk og D-vítamín búskapar.
  Efni og aðferðir: Rannsóknin var unnin úr gögnum sem þegar lágu fyrir um langtímaáhrif magahjáveitu á beinabúskap. Öllum þeim sem luku undirbúningsmeðferð á Reykjalundi og fóru í Roux-en-Y hjáveituaðgerð á tímabilinu desember 2010 til október 2012 var boðin þátttaka í rannsókninni. Þátttakendur fóru í blóðprufur og voru hæðar- og þyngdarmældir ásamt því að fara í beinþéttnimælingu fyrir aðgerð. Mælingar voru svo endurteknar 12- 24- og 36 mánuðum eftir aðgerð. 70 þátttakendur tóku þátt í rannsókninni, 11 karlar og 59 konur á aldrinum 24-63 ára. Alls áttu 33 þátttakendur beinþéttnimælingar frá öllum tímapunktum og 45 áttu blóðmælingar frá öllum tímapunktum.
  Niðurstöður: Marktækt tap varð á beinþéttni á öllum mælisvæðum hjá báðum kynjum. Frá grunnmælingu að 36 mánaða mælingu var mesta beintapið í lærleggshnútu (15,2%) hjá báðum kynjum og á tímabilinu 12 mánaða að 36 mánaða mælingu var mesta beintapið einnig í lærleggshnútu (7,0%). Hjá konum var mesta beintapið í lærleggshnútu á báðum tímabilum (15,4% vs. 6,9%). Hjá körlum var mesta beintapið í lærleggshnútu (14,6%) frá grunnmælingu að 36 mánaða mælingu en mesta beintapið frá 12 að 36 mánaða mælingu var í Ward’s triangle (8,8%). Frá grunnmælingu að 36 mánaða mælingu var marktæk jákvæð fylgni á milli hlutfallslegrar þyngdarbreytingar og breytinga á BMD í lærhnútu hjá körlum. Frá 12 að 36 mánaða mælingu var marktæk jákvæð fylgni á milli þyngdarbreytinga og breytinga á BMD í heildarmjöðm hjá körlum. Þeir sem léttust mest töpuðu einnig mestu BMD. Aðrir fylgnistuðlar voru ekki tölfræðilega marktækir. Hlutfallsleg breyting á D-vítamíni hjá konum var 122,9% hækkun og 43,0% hækkun á PTH gildi frá grunnmælingu að 36 mánaða mælingu. Um 19,1% hækkun á D-vítamíni og 26,6% hækkun á PTH gildi frá 12 að 36 mánaða mælingu. Hjá körlum var marktæk hækkunin í D-vítamíni eða um 377,3% frá grunnmælingu að 36 mánaða mælingu en frá 12 að 36 mánaða mælingu varð marktæk hækkun á D-vítamíni um 40,6%. Fylgni blóðprufa og beinþéttnitaps var oftast neikvæð og var hún þá sérstaklega há hjá körlum í D-vítamíni. Hækkandi PTH var marktækt fylgjandi auknu beintapi hjá konum í lærleggshálsi, Ward’s triangle og hrygg.
  Ályktanir: Beintapið hjá einstaklingum sem gangast undir magahjáveituaðgerðir er mest fyrsta árið en heldur áfram eftir það þrátt fyrir að þyngdartap hætti. Orsök þessa virðist ekki vera skortur á D-vítamíni eða kalki og tengsl hækkaðs PTH við aukið beintap hjá konum og virðast því eiga sér aðrar óþekktar skýringar. Mikilvægt er að fylgjast með beinheilsu einstaklinga eftir magahjáveituaðgerðir ásamt því að fara reglulega í blóðprufumælingar.

 • Útdráttur er á ensku

  Background: While the prevalence of obesity increases, the number of gastric bypass as a treatment for obesity increases. Good results have been achieved from gastric bypass as a treatment for obesity because the patients lose a lot of weight, but there is evidence of bone loss in the first two years after these surgeries. This study is a part of highlighting the long-term effects of gastric bypass on bone health in both men and women after gastric bypass.
  Objective: The aim is to detect the long-term affects of massive weight loss and disrupted nutrition in obese patients after gastric bypass while taking vitamin D and calcium into account.
  Methods: The data of this study already existed from another study about long-term affects of gastric bypass and bone loss. All those who went through a preparatory treatment in Reykjalundur and continued in a Roux-en-Y gastric bypass surgery in December 2010 to October 2012 were invited to participate. The participants underwent blood tests, and their height and weight was measured as well as their bone density before the surgery. The measurements were performed before surgery and then 12-24- and 36 months after the surgery. There were 70 participants, 11 men and 59 women aged 24-63 years. There were a total of 33 participants who had bone density measures and 45 blood tests from baseline, 12-24 and 36 months.
  Results: There was a significant bone loss in all the measured areas in both sexes. From baseline to 36 months the most bone loss was in trochanter (15,2%) for both sexes. From 12 months to 36 months the most bone loss was also in trochanter (7,05) for both sexes. For the women the most bone loss was in trochanter in both of the periods (15,4% vs. 6,9%). For the men the most bone loss was in trochanter (14,6%) from baseline to 36 months but the most bone loss from 12 months to 36 months was in Ward‘s triangle (8,8%). From baseline to 36 months it was significant positive correlation between weight loss and bone loss in trochanter measurement for the men. From 12 months to 36 months it was significant positive correlation between weight loss and bone loss in total hip for the men. Those who lost the most weight also lost the most BMD. Other correlation coefficient were not significant. For the women the percentage change of vitamin D was the increase of 122,9% and 43,0% increase of PTH value from baseline to 36 months. About 19,1% increase of vitamin D and increase of PTH value was 26,6% from 12 to 36 months. For the men it was significant increase of vitamin D 377,3% from baseline to 36 months and significant increase of vitamin D about 40,6% from 12 to 36 months. The correlation of the blood tests was often negative, especially high in men in vitamin D. A significant correlation was observed between increasing levels of PTH and increasing bone loss in femoral neck, Ward‘s triangle and lumbar spine.
  Conclusions: The bone loss is greatest in the first year after gastric bypass and it continues to decrease despite the weight stables. Although the loss of bone density results in weight loss, the cause does not appear to be due to lack of vitamin D or calcium and the association between PTH and bone loss in women is therefore due to other, unknown factors. It is important to monitor the bone density after gastric bypass, as well as regularly doing blood tests.

Samþykkt: 
 • 4.6.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/30617


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistaraverkefni--pdf.pdf1.36 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing.jpg807.8 kBLokaðurYfirlýsingJPG