en English is Íslenska

Thesis (Master's) University of Iceland > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/3061

Title: 
 • Title is in Icelandic Samanburður á arðgreiðsluhlutföllum valinna íslenskra og erlendra banka á árunum 2003-2007
Degree: 
 • Master's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Í ritgerðinni eru arðgreiðsluhlutföll íslensku bankanna Glitnis, Kaupþings og Landsbankans á árunum 2003 til og 2007 borin saman við arðgreiðsluhlutföll valinna banka á Norðurlöndunum og í Bretlandi. Tilgangur ritgerðarinnar er að bera saman arðgreiðsluhlutföll íslensku bankanna á árunum fyrir hrun þeirra við erlenda banka. Markmiðið er að kanna hvort íslensku bankarnir hafi greitt meira af hagnaði sínum til hluthafa sinna í formi arðgreiðslna en bankar á Norðurlöndunum og í Bretlandi.
  Fræðilegi hluti verkefnisins fjallar um arð og arðgreiðslustefnur og þau ólíku sjónarmið sem uppi eru um hvaða áhrif arðgreiðslur og arðgreiðslustefnur fyrirtækja hafa á verðmat þeirra og þann hluthafahóp sem laðast kann að viðkomandi fyrirtæki.
  Verkefnið fólst í skrifborðsrannsókn þar sem ársreikningar 10 banka voru skoðaðir. Um var að ræða 3 íslenska banka, 5 norræna banka og 2 breska banka. Við rannsóknina var notast við megindlega rannsóknaraðferð þar sem ársreikningar bankanna á árunum 2003 til 2007 voru skoðaðir ásamt öðru fyrirliggjandi ítarefni er finna mátti um bankanna. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að arðgreiðsluhlutföll íslensku bankanna á árunum 2003 til og með 2007 var lægra en hjá hinum norrænu og bresku bönkum sem til samanburðar voru. Arðgreiðsluhlutfall íslensku bankanna nam að meðaltali 20% á árunum 2003 til 2007. Glitnir var að meðaltali með 30% arðgreiðsluhlutfall, Kaupþing 17% og Landsbankinn 12%. Á sama tímabil nam arðgreiðsluhlutfall þeirra erlendu banka sem til skoðunar voru um 44%, rúmlega helmingi hærra en hjá íslensku bönkunum. Arðgreiðsluhlutfall Danske Bank var að meðaltali 48%, DnB Nor 46%, Handelsbanken 40%, Nordea 42% og SEB 37%. Arðgreiðsluhlutfall HSBC var að meðaltali 58% og hjá RBS var arðgreiðsluhlutfallið 39% að meðaltali. Arðgreiðsluhlutföll íslensku bankanna voru lægri en hjá erlendu bönkunum. Samkvæmt þeim gögnum sem skoðuð hafa verið við rannsókn þessa er helsta skýringin sú að íslensku bankarnir voru í miklum vexti á þeim árum sem voru til skoðunar. Samanburður á hagnaðaraukningu og aukningu á eigin fé benda til þess að íslensku bankarnir hafi kosið að nýta stærri hluta hagnaðar til frekari vaxtar heldur en hinir erlendu bankar sem til samanburðar voru.

Accepted: 
 • Jun 19, 2009
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/3061


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Lokaritgerd_GudjonHGudmundsson.pdf625.44 kBOpenHeildartextiPDFView/Open