is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/30626

Titill: 
 • Notkun á bætiefnum sem innihalda omega-3 fitusýrur og tengsl við þunglyndi. Heilsusaga Íslendinga - Forrannsókn
 • Titill er á ensku Intake of omega-3 fatty acids from supplements and risk of depression. The SAGA cohort pilot study
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Bakgrunnur: Einhæft mataræði og ófullnægjandi neysla á næringarefnum getur haft slæm áhrif á líkamlega og andlega heilsu. Samkvæmt the European Health Interview Survey, 2015, er hátt hlutfall fullorðinna einstaklinga (9%) á Íslandi með þunglyndiseinkenni. Fyrri rannsóknir, þar á meðal íslenskar, hafa beint ljósum að mögulegum tengslum ófullnægjandi inntöku omega-3 fitusýra og þunglyndiseinkenna.
  Markmið: Að kanna tengsl milli notkunar á omega-3 fæðubótarefnum og þunglyndis og þunglyndiseinkenna. Annað markmið var að kanna réttmæti fæðutíðnispurninga í rannsókninni Heilsusaga Íslendinga, varðandi neyslu á matvælum og fæðubótarefnum sem innihalda omega-3 fitusýrur.
  Aðferðir: Framkvæmd var þversniðsrannsókn á 922 þátttakendum í Heilsusögu Íslendinga á aldrinum 21-86 ára. Tíðni neyslu á omega-3 ríkum matvælum og fæðubótarefnum var metið með fæðutíðnispurningalista, og var mat lagt á gildi listans með aðstoð fjögurra daga matarskráningar. Spurt var um reglulega notkun á lýsi og/eða omega-3 fæðubótarefnum síðustu 12 mánuði (já/nei). Þunglyndi var metið með the Patient Health Questionnaire (PHQ-9) matslistanum (9 spurningar) og aðrir bakgrunnsþættir voru fengnir úr spurningalista rannsóknarinnar, en þyngd og hæð voru mæld. Þátttakendur sem fengu samanlagt 10 stig eða fleiri við svörun á PHQ-9 matslistanum töldust vera með þunglyndi.
  Niðurstöður: Samkvæmt heildar þunglyndisstigum PHQ-9 matslistans voru 70 þátttakendur (7.6%) með þunglyndi. Það var marktækur munur á heildar þunglyndisstigum úr PHQ-9 hjá þeim sem tóku lýsi og/eða omega-3 fæðubótarefni (3.4) og þeim sem tóku þau ekki (4.3) (p = 0.003). Ekki sáust tölfræðilega marktæk tengsl milli notkunar á lýsi og/eða omega-3 fæðubótarefnum og þunglyndi borið saman við enga notkun á lýsi og/eða omega-3 fæðubótarefnum (OR = 0.72, 95% CI: 0.37-1.40). Endurtakanleiki spurninga varðandi lýsi og omega-3 (rs = 0.70, p = <0.001) og feitan fisk (rs = 0.57, p = <0.001) ásamt réttmæti fyrir lýsi (rs = 0.64, p = 0.018), omega-3 (rs = 0.38, p = 0.022) og feitan fisk (rs = 0.28, p = 0.097) var metið fullnægjandi.
  Ályktanir: Ekki fundust tengsl í þessari þversniðsrannsókn milli neyslu á lýsi og/eða omega-3 fæðubótarefnum og þunglyndis metið með PHQ-9 matslista. Þrátt fyrir það benda niðurstöðurnar til þess að um verndandi áhrif gætið verið að ræða og mögulega skortir tölfræðilegt afl í þessari rannsókn til að skoða þessi tengsl. Gildi fæðutíðnispurningalistans með tilliti til neyslu á lýsi og/eða omega-3 var gott en þó skal tekið fram að spurningin um notkunina bauð ekki uppá að greina magn neyslu. Þörf er á frekari rannsóknum varðandi möguleg tengsl milli inntöku omega-3 fitusýra og þunglyndis og þunglyndiseinkenna.

 • Útdráttur er á ensku

  Background: Inadequate food and nutrient intake can have negative effects on physical and mental health. According to the European Health Interview Survey 2015 a high proportion (9%) of the adult Icelandic population has depressive symptoms. Previous studies, including Icelandic studies, have suggested that insufficient intake of omega-3 fatty acids could be associated with depressive symptoms.
  Objective: The objective was to investigate the association between supplemental omega-3 fatty acid intake and depression and depressive symptoms. Our secondary objective was to validate the FFQ used in the Icelandic SAGA cohort regarding intake of food and supplements rich in omega-3 fatty acids.
  Methods: This was a cross-sectional analysis of 922 participants from the SAGA cohort study aged 21-86 years. Intake of omega-3 fatty acid rich foods and supplements was assessed with an FFQ and validated with a four day food record. In the FFQ the participants reported regular use of supplemental fish oil and/or omega-3 in the last 12 months (yes/no). Depression was measured with the Patient Health Questionnaire (PHQ-9) screening instrument (9 questions) and additional background information was obtained from the research questionnaire, although weight and height was measured. Participants who got a PHQ-9 depression score of 10 or more were considered depressed.
  Results: According to the PHQ-9 depression score, 70 participants (7.6%) were depressed. There was a significant difference in depression score between those taking supplemental fish oil and/or omega-3 (3.4) or not (4.3) (p = 0.003). Participants who reported consumption of supplemental fish oil and/or omega-3 regularly did not have indications of decreased risk of depression (OR = 0.72, 95% CI: 0.37-1.40) compared to those who did not report regular consumption of the same supplements. The reproducibility for the questions regarding supplemental fish oil and/or omega-3 (rs = 0.70, p = <0.001) and fatty fish (rs = 0.57, p = <0.001) and validity for fish oil (rs = 0.64, p = 0.018), omega-3 (rs = 0.38, p = 0.022) and fatty fish (rs = 0.28, p = 0.097), was relatively good.
  Conclusions: In this cross-sectional study of Icelanders, supplemental fish oil and/or omega-3 fatty acids were not associated with lower prevalence of depression. However, the results imply that there might be a protective effect but a lack of statistical power in this study. The validity of the FFQ with regards to supplemental fish oil and/or omega-3 was good but it should be noted that the question regarding the consumption was blunt, with no opportunity to evaluate the amount of consumption. More research is needed on the possible association between intake and status of omega-3 fatty acids and depression and depressive symptoms.

Samþykkt: 
 • 4.6.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/30626


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
msc_ritgerd_dagnyolafs_prenta.pdf3.31 MBLokaður til...01.01.2038HeildartextiPDF
dagnyolafsdotti_yfirlysing_medferd_verk.pdf9.52 MBLokaðurYfirlýsingPDF