Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/30629
Áráttu- og þráhyggjuröskun (ÁÞR) einkennist af áráttuhegðun og þráhyggjuhugsunum. Þráhyggja lýsir sér með óþægilegum, uppáþrengjandi og óviðeigandi hugsunum sem valda mikilli vanlíðan og kvíða. Árátta fylgir yfirleitt þráhyggju og einkennist af endurteknum athöfnum sem virka sem markviss leið til þess að draga úr þeim óþægindum sem þráhyggjuhugsanirnar valda. Hugræn atferlismeðferð með berskjöldun og svarhömlun er fyrsti kostur sem meðferð við ÁÞR. Þessi rannsókn gengur út á að kanna viðhorf sálfræðinga á Íslandi til berskjöldunar við ÁÞR sem og að kanna hve mikið og hvernig þeir beita berskjöldunarmeðferðinni þegar þeir vinna með börnum og unglingum með ÁÞR. Stuðst var við erlendan spurningalista sem var þróaður til að athuga meðferðaraðferðir sálfræðinga við kvíða og ÁÞR. Spurningalistinn var þýddur yfir á íslensku og sendur á sálfræðinga í Sálfræðingafélagi Íslands og einungis þeir sem höfðu meðhöndlað ÁÞR barns síðastliðið ár voru notaðir sem þátttakendur. Þátttakendurnir voru 26 og leiddi rannsóknin í ljós að almennt er viðhorf sálfræðinga á Íslandi til berskjöldunar með svarhindrun jákvætt. Allir þátttakendur rannsóknarinnar sögðust notast berkskjöldun í meðferð við ÁÞR og eyddi 46,2% þátttakenda meira en 61% tíma meðferðar í berksjöldun. Í ljós kom þó að ekki voru allir að notast við bestu mögulegu aðferðir berskjöldunar í sínum meðferðum, en rúm 43% sögðust ekki reyna að takmarka truflanir í æfingum en það gerir það að verkum að börnin eru einfaldlega ekki að fá bestu mögulegu meðferðina. Því þyrfti að auka kennslu og þjálfun í notkun berskjöldunar svo að sálfræðingar beiti henni rétt til að börn með ÁÞR á Íslandi eigi sem mesta möguleika á bata.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Notkun berskjöldunar meðal sálfræðinga á Íslandi.pdf | 646,04 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
yfirlysing.pdf | 261,76 kB | Lokaður | Yfirlýsing |