is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30633

Titill: 
  • Skjánotkun fullorðinna á Íslandi og tengsl hennar við svefntruflanir og þunglyndiseinkenni
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Talið er að skjánotkun geti bæði truflað svefn og leitt til andlegra erfiðleika á borð við þunglyndi og kvíða. Ekki er vitað með hvaða hætti skjánotkun hefur þessi áhrif en talið er að áhrif skjábirtu á melatónínframleiðslu og/eða áhrif sálrænnar örvunar í kjölfar skjánotkunar geti valdið truflunum í svefni og að ónógur svefn geti haft í för með sér andleg vandamál. Í þessari rannsókn er eðli skjánotkunar fullorðinna einstaklinga á Íslandi skoðað og kannað hvort truflaður svefn sé millibreyta í sambandi skjánotkunar og þunglyndiseinkenna.
    Slembiúrtak sem lagskipt var eftir búsetu og samanstóð af 8.220 einstaklingum var valið úr þjóðskrá og var þeim boðið að taka þátt í rannsókninni. Svör bárust frá 1.162 einstaklingum á aldursbilinu 18 til 70 ára, konur voru um 59% svarenda, stærstur hluti (um 35%) var með próf á háskólastigi og flestir (um 40%) bjuggu í bæjarfélögum með 1.000 til 9.999 íbúum. Upplýsingar um bakgrunnsþætti, skjánotkun, skjátíma og svefn og kvarðar sem meta svefnvandamál, dagsyfju og þunglyndiseinkenni voru notuð til þess að rannsaka skjánotkun og svara rannsóknarspurningunni. Frumbreytur voru heildarskjánotkun og skjánotkun fram að svefni en fylgibreytur voru svefntími og einkenni svefnleysisröskunar, dagsyfju og þunglyndis.
    Niðurstöður sýna að jákvætt samband er á milli skjánotkunar annars vegar og menntunar og tekna hins vegar líkt og sést hefur í erlendum rannsóknum. Karlar nota skjátæki meira en konur en ekki er eins mikill munur á notkun kynjanna og víða annars staðar. Meðalskjátími fullorðinna Íslendinga er tæpar sjö klukkustundir á dag og um 81% notar skjátæki innan við klukkustund áður en farið er að sofa. Niðurstöður sýna einnig að hvorki heildarskjánotkun né skjánotkun fram að svefni hafi áhrif á svefnvanda, dagsyfju eða þunglyndiseinkenni og því er truflaður svefn ekki millibreyta í sambandi skjánotkunar og þunglyndiseinkenna.

Samþykkt: 
  • 5.6.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30633


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Einar Kristinsson lokaútgáfa.pdf1.05 MBLokaður til...01.06.2025HeildartextiPDF
Yfirlýsing.pdf388.06 kBLokaðurYfirlýsingPDF