en English is Íslenska

Thesis (Undergraduate diploma)

University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > Diplómaritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/30635

Title: 
 • Title is in Icelandic Staðsetning myndnema í hitakassa við röntgenmyndatöku
Degree: 
 • Undergraduate diploma
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Inngangur: Framkvæmd röntgenmyndatöku af barni í hitakassa getur oft verið erfið. Börnin eru flest mjög viðkvæm og þola illa mikla meðhöndlun. Þegar verið er að taka röntgenmynd þarf að opna hitakassann og láta barnið liggja á hörðum og köldum myndnema sem getur reynst óþægilegt fyrir barnið. Möguleg lausn er að nota innbyggða skúffu fyrir myndnema sem er til staðar í mörgum hitakössum nú til dags. Með notkun hennar má minnka meðhöndlun á þessum viðkvæma hópi sjúklinga. Notkun á skúffunni er þó umdeild þar sem mögulega fylgir henni aukin geislun á sjúkling og verri myndgæði á röntgenmynd.
  Markmið: Markmið rannsóknarinnar var að skoða hvernig geislun á myndnema og myndgæði breytast við breytta staðsetningu myndnema í hitakassa á Vökudeild Barnaspítala Hringsins.
  Efni og aðferðir: Geislamælingar voru framkvæmdar með myndnema ofan á dýnu og í skúffu og skoðað hvernig geislun á myndnema, mældur geislaskammtur, suð og flatarupplausn breyttust við breytta staðsetningu myndnemans. Til samanburðar var einnig skoðað hvernig þessi atriði breyttust ef myndnemi var staðsettur undir dýnu.
  Niðurstöður: Mælingar leiddu í ljós að dýnan og innra efni hitakassans drógu úr geislun á myndnema um 37%. Fjarlægð milli röntgenlampa og myndnema lengdist um 11,5 cm þegar myndneminn var færður í skúffuna. Sú fjarlægð dró úr geislun um 19,6%. Til að fá sambærilegar mælingar á geislaskammti þegar myndnemi var í skúffu og þegar myndnemi var ofan á dýnu þurfi að auka geislun um 154%.
  Ályktanir: Niðurstöður mælinga gefa ekki endanlega niðurstöðu um notagildi skúffunnar en gefa góða vísbendingu um þá áhættuþætti sem fylgja notkun hennar. Ef barn í hitakassa er nógu hraust til að liggja beint ofan á myndnema er það líklega hagkvæmari kostur þar sem notkun á skúffunni fylgir þörf á aukinni geislun. Þrátt fyrir það er nauðsynlegt að meta hvert tilfelli fyrir sig og skúffan gæti nýst sem hagkvæmur valmöguleiki í einhverjum tilfellum.

Accepted: 
 • Jun 5, 2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/30635


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Staðsetning myndnema í hitakassa - Elías Jóhannesson.pdf2.28 MBOpenComplete TextPDFView/Open
Yfirlýsing um meðferð lokaverkefna.pdf389.49 kBLockedYfirlýsingPDF