is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30636

Titill: 
  • Áhrif áframhaldandi handleiðslu á meðferðartryggð kennara í að beita aðferðum stýrðrar kennslu Engelmanns og fimiþjálfunar í lestrarkennslu
  • Titill er á ensku Effects of continued training on teachers’ treatment fidelity when using Direct Instruction and fluency training in reading
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Hlutfall nemenda sem njóta sérkennslu eða stuðnings í grunnskólum hér á landi fer hækkandi og er einnig aukning á nemendum sem eiga erfitt með að lesa sér til gagns. Efla þarf stöðu íslenskra nemenda með úrbótum í menntakerfinu. Innleiðing raunprófaðra aðferða sem hafa endurtekið sýnt fram á árangur í vel gerðum rannsóknum er góður valkostur. Stýrð kennsla Engelmanns og fimiþjálfun eru dæmi um árangursríkar raunprófaðar kennsluaðferðir. Stýrð kennsla felur í sér námsáætlun, handrit, og leiðsagnarreglur. Fimiþjálfun er raunprófuð aðferð til að þjálfa leikni eða fimi og er um leið mælitæki á nám og hraða náms. Þegar kennsluaðferðir eru raunprófaðar er mikilvægt að mæla meðferðartryggð, það er, hversu vel og af hversu mikilli nákvæmni íhlutun er innleidd miðað við áætlun. Til að viðhalda hárri meðferðartryggð er þjálfun starfsfólks, sýnikennsla á virkum þáttum íhlutunar og endurgjöf á frammistöðu mikilvæg. Markmið þessarar rannsóknar var að athuga hvort hægt væri að auka, eða að minnsta kosti viðhalda meðferðartryggð kennara, sem höfðu árs reynslu í að beita stýrðri kennslu Engelmanns og fimiþjálfun, með áframhaldandi handleiðslu sem þó hætti þegar frammistöðuviðmiðum var náð. Handleiðslan fól í sér endurgjöf á frammistöðu og sýnikennslu, en ólíkir þættir handleiðslunnar voru notaðir fyrir hvern kennara. Lagt var mat á meðferðartryggð kennara með beinu áhorfi. Notað var margfalt grunnskeiðssnið yfir þátttakendur til að meta áhrif handleiðslu á meðferðartryggð. Meðferðartryggð jókst hjá öllum kennurunum eftir að handleiðsla hófst, bæði í stýrðri kennslu og í fimiþjálfun. Eftir að handleiðslu lauk hélst meðferðartryggð allra kennaranna há í beitingu beggja aðferðanna. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að eftir handleiðslu í eitt skólaár viðhélst meðferðartryggð kennara nokkuð vel yfir á næsta skólaár og aðeins var þörf á viðbótar handleiðslu í byrjun seinna ársins og áframhaldandi meðferðartryggðarmælingum.

  • Útdráttur er á ensku

    Treatment fidelity refers to the degree to which treatments are implemented as planned, with accuracy and consistency by a trained professional. In behavior analysis the goal is to show that changes in the dependent variable (i.e., the target behavior) are functionally related to systematic changes in the independent variable (i.e., the intervention). The conclusion regarding the presence of a functional relationship between an independent and dependent variable can only be valid if treatment fidelity is measured. When evidence-based teaching methods are used in teaching, they should be implemented according to a plan and the effectiveness of the intervention assessed. Direct staff training methods have been shown to be effective in improving initial treatment fidelity. Performance feedback is a well-established and researched method to increase the treatment fidelity level of teachers. The aim of this study was to examine whether it would be possible to increase the treatment fidelity level of teachers, who had one year of experience in applying Direct Instruction and fluency training in reading, with continued training. Training was provided if baseline measurements showed low, or low and variable performance (below a set performance criterion). The training consisted of instruction, performance feedback, and modeling, although it varied which components of the training each teacher received. Teachers’ treatment fidelity was assessed with direct observation. The effect of training on the teachers’ fidelity to the teaching methods, was assessed with a multiple baseline across subjects design. There was an increase in the treatment fidelity level of every teacher once training began, both in Direct Instruction and fluency training. The teachers’ treatment fidelity remained high once training ceased. The results of this study show that after training for one school year, teachers’ treatment fidelity remained relatively high once the second school year began. However, some additional training was needed at the beginning of the second school year as well as continued measures on treatment fidelity after training ceased.

Samþykkt: 
  • 5.6.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30636


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
María Arndal MS greinar.pdf1.76 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf228.48 kBLokaðurYfirlýsingPDF