is Íslenska en English

Lokaverkefni

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Kandídatsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/30638

Titill: 
  • Að brúa bilið í barneignarþjónustu: Dúlur í samfélagi kvenna af erlendum uppruna sem túlka
  • Titill er á ensku Bridging the gap in maternity care: Community-based doulas who interpret
Útdráttur: 
  • Tungumálaörðugleikar, menningarmunur og skortur á úrræði koma í veg fyrir örugga og fullnægjandi barneignarþjónustu kvenna af erlendum uppruna og leiða til ójafnaðar innan heilbrigðiskerfisins. Dúlur samfélags kvenna af erlendum uppruna sem túlka (e. community-based doulas who interpret) eru konur af erlendu bergi brotnar, sem geta túlkað og á sama tíma stutt konur af sama uppruna á meðgöngu, í fæðingu og eftir barnsburð. Í öðrum löndum eins og Svíþjóð og Bandaríkjunum eru þessar dúlur mikilvægar í að brúa bilið í barneignarþjónustu á milli kvenna af erlendum uppruna og innfæddra kvenna. Tilgangur þessa fræðilega yfirlits var að svara eftirfarandi rannsóknarspurningum: 1) Hver er hlutverk dúlu í samfélagi kvenna af erlendum uppruna? 2) Hvernig virkar fyrirkomulag dúla í samfélagi kvenna af erlendum uppruna sem túlka? 3) Hverjir eru kostir þess að innleiða slíka dúlaþjónustu fyrir barnshafandi nýbúa?
    Notaðar voru tvenns konar aðferðir. Fyrri aðferðin fól í sér að finna lesefni til að afla upplýsinga um dúlur samfélags kvenna af erlendum uppruna sem túlka. Seinni aðferðin fól í sér að öðlast betri skilning á þessari þjónustu með því að taka viðtöl og heimsækja miðstöð í Gautaborg, Svíþjóð þar sem slík þjónusta fer fram.
    Niðurstöður benda til þess, að dúlur samfélags kvenna af erlendum uppruna sem túlka auðvelda samskipti, veita menningarnæma fræðslu og umönnun, styðja konur líkamlega og andlega og eru málsvarar kvenna í þeirra samfélögum. Heilbrigðiskerfi erlendis hafa innleitt dúlaþjónustu í barneignarþjónustu með góðum árangri. Kostir þessarar þjónustu eru: Samfelld þjónusta hvað varðar menningu, árangursrík samskipti milli kvenna og heilbrigðisstarfsfólks, meiri líkamlegur og andlegur stuðningur, meiri stuðningur fyrir maka eða fjölskyldumeðlimi, minni líkur á inngripum í fæðingu, lægri keisaratíðni, meiri líkur á jákvæðri fæðingarreynslu, hærri tíðni brjóstagjafar, kostnaðarvirkni í heilbrigðiskerfinu og valdefling kvenna af erlendum uppruna.
    Þegar ljósmæður og dúlur vinna saman að því markmiði að veita einstaklingsbundna barneignarþjónustu, geta þær myndað öflugt bandalag sem gæti tekist á við ójöfnuð í heilbrigðisþjónustunni, veitt hágæða umönnun fyrir verðandi mæður og fjölskyldur þeirra, dregið úr kostnaði í heilbrigðiskerfinu og styrkt konur. Þetta samstarf myndi hafa víðtæk jákvæð áhrif á samfélagið.
    Lykilorð: Dúla í samfélagi kvenna af erlendum uppruna, túlkur, samfelld þjónusta, barneignarþjónusta, konur af erlendum uppruna og mannréttindi.

  • Útdráttur er á ensku

    Language barriers, cultural differences and lack of resources prevent immigrant women from recieving quality maternity care in Iceland, leading to health disparities. Community-based doulas who interpret are women of foreign origin who have the ability to translate and support other women in their communities during pregnancy, childbirth and the postpartum period. In countries such as Sweden and the United States, these doulas have been instrumental in bridging the gap between foreign-born women and native-born women receiving maternal health care. The author aimed to answer the following questions: 1) What is the role of community-based doulas of foreign background? 2) How does an interpreter/community-based doula program work? 3) What are the benefits of using interpreter/community-based doula services for pregnant women who are new citizens of the country?
    Two types of research methods were used in this theoretical review. First, a search of the most current literature was conducted in order to collect information about community-based doulas who interpret. Second, the author obtained a better understanding of the scope of work of community-based doulas who interpret through interviews and a visit to a community-based doula program in Gothenburg, Sweden.
    According to the literature search, community-based doulas who interpret overcome language barriers, provide culture-specific client education, provide emotional and physical support and act as advocates for women in their communities. Health care systems abroad have integrated the services of these doulas into maternity care using different types of programs, both community-based and hospital-affiliated, with successful outcomes. Benefits include continuous and culturally sensitive care, more effective communication, more physical and mental support, more support for fathers/family members, less interventions in labor and childbirth, lower cesarean section rates, increased likelihood of positive birth experience, increased breastfeeding rates, more efficient spending of the health care budget and the empowerment of immigrant women.
    When midwives and interpreter/community-based doulas work together to provide woman-centered care, they can create a powerful alliance that addresses inequities in health care, ensures safer and better quality maternity services, lowers costs within the health care system and, at the same time, empowers women in vulnerable situations, creating a positive widespread effect in society.
    Key words: Community-based doula, interpreter, continuity of care, maternal health services, immigrant women, human rights.

Samþykkt: 
  • 5.6.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30638


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Bridging_the_gap FINAL.pdf462,57 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Bridging_the_gap FINAL.2.pdf119,31 kBOpinnFylgiskjölPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing_16.pdf1,74 MBLokaðurYfirlýsingPDF