is Íslenska en English

Lokaverkefni (Diplóma bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Diplómaritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30640

Titill: 
 • Öryggi notkunar gadolinium litarefna í segulómun
Námsstig: 
 • Diplóma bakkalár
Útdráttur: 
 • Inngangur: Gadolinium litarefni fyrir segulómun hafa verið í notkun frá því árið 1988. Litarefnin auka kontrast (e. contrast) muninn á heilbrigðum og sjúkum vef og hjálpa til við sjúkdómsgreiningar. Talið var að gadolinium litarefnin væru almennt mjög örugg og það væru einungis minni háttar aukaverkanir sem fylgdu notkun þeirra. Árið 2006 kom óvænt í ljós að tengsl væru á milli notkun gaodlinium litarefna og sjúkdómsins Nephrogenic systemic fibrosis (NSF), hér eftir kallað NSF. NSF er kerfisbundinn bandvefssjúkdómur og hrjáir einstaklinga með skerta nýrnastarfsemi. Sjúkdómurinn getur verið mis alvarlegur, allt frá húðbreytingum og til að í sumum tilfellum hafa komið upp tilfelli þar sem sjúkdómurinn hefur leitt fólk til dauða. Þessi uppgötvun sem gerð var árið 2006 varð til þess að breytingar urðu á notkunarleiðbeiningum gadolinium litarefna. Árið 2013 uppgötvast að gadolinium getur safnast fyrir í heila hjá einstaklingum sem fengið hafa gadolinium litarefni. Eins og staðan er í dag er ekki vitað hvort gadolinium uppsöfnun í heila valdi einhverjum skemmdum eða sjúkdómum.
  Markmið: Kanna öryggiseiginleika gadolinium litarefna í segulómun með áherslu á algengi NSF og upphleðslu í heila. Tekið verður saman hvaða gerðir gadolinium tengjast Nephrogenic systemic fibrosis. Hvort samband sé á milli gerða litarefna og uppsöfnun þeirra í heila, ásamt því að kanna hvort nýjar vísbendingar séu um að uppsöfnunin valdi klínískum einkennum. Nýjustu alþjóðlegu leiðbeiningarnar um notkun gadolinium í segulómrannsóknum verða bornar saman við þær leiðbeiningar sem notaðar eru á helstu myndgreiningardeildum á Íslandi.
  Efni og aðferðir: Kerfisbundin heimildarleit sem gerð var á gagnagrunnunum PubMed, MEDLINE, Embase og Google(Scholar). Leitað var af Nephrogenic systemic fibrosis tilfellum og tilfellum uppsöfnunar á gadolinium í heila. Notast var við lýsandi tölfræði við samantekt á niðurstöðum rannsóknanna. Rannsakandi fór í heimsóknir á helstu myndgreiningadeildir landsins og skoðaði hvaða litarefni og hvaða vinnureglur voru notaðar á hverjum stað.
  Niðurstöður: Omniscan er það litarefni sem tengist flestum tilfellum NSF. Næst á eftir kemur Magnevist og þar á eftir OptiMark. Fjöldi tilfella NSF, miðað við hverja milljón litarefnagjafir, var hæstur hjá Omniscan, næst á eftir var OptiMark og svo Magnevist. Öll eru þetta litarefni með opna kelata og kom í ljós að litarefni með opna kelata tengdust 67% af tilfellum NSF en aðeins 0,5% þeirra tengdust litarefnum með lokaða kelata. Algengi NSF er á hröðu undanhaldi. Uppsöfnun gadolinum í heila virðist ekki tengjast tegundum litarefna eða því hvort litarefnin séu með opna eða lokaða kelata. Samband er hins vegar á milli fjölda gjafa og magns gaodlinium og hversu mikil upphleðslan er. Gadolinium virðist hlaðast upp í heila nánast alltaf en bara mis mikið. 81% þeirra sem rannsakaðir hafa verið reyndust vera með aukið myndmerki í heila frá eldri gaodlinium rannsóknum.
  Ályktun: Mikilvægt er að velja litarefni með lokaða kelata, sérstaklega ef gefa á gadolinium til einstaklinga sem mögulega hafa skerta nýrnastarfsemi til dæmis vegna aldurs. Brýnt er að vanda vinnubrögð áður en litarefni eru gefin og afla upplýsinga um mögulegar frábendingar fyrir gadolinium gjöfum. Eins er brýnt að rannsóknir á þekktum og mögulegum aukaverkunum vegna gadolinium gjafa haldi áfram af krafti, enda hafa nýlegar upplýsingar vegna markvissra rannsókna leitt til betri leiðbeininga um notkun á gadolinium og stórfækkað tilfellum NSF.

Samþykkt: 
 • 6.6.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/30640


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Arndís Ásta Kolbeins.pdf4.44 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
image1.pdf13.74 MBLokaðurYfirlýsingPDF