en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/30653

Title: 
  • Title is in Icelandic Holdafar og þjálfunarmagn í tengslum við járnskort meðal íþróttafólks og annarra líkamlega virkra einstaklinga
  • Title is in Icelandic Body composition and training levels in relation to iron deficiency among athletes and other physically active individuals
Degree: 
  • Master's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Inngangur: Algengi járnskorts er hærra meðal íþróttafólks en almennings og hefur slíkur skortur í fyrri rannsóknum verið tengdur verri framistöðu í íþróttum. En fremur hefur líkamsfita og líkamsþyngdarstuðull verið tengd auknu algengi járnskorts.
    Markmið: 1) Rannsaka tengsl milli hlutfalls líkamsþyngdarstuðuls, líkamsfitu og járnskorts hjá íþróttafólki og líkamlega virkum einstaklingum. 2) Kanna hvort líkur á járnskorti aukist eftir því sem þjálfunarmagn eykst.
    Aðferðir: Rannsókn var gerð á gögnum sem fengin voru úr eldri rannsóknum sem framkvæmdar höfðu verið við Íþróttadeild Háskólans í Umeå, Svíþjóð. Um var að ræða 443 þátttakendur, allt unga einstaklinga sem ýmist voru líkamlega virkir eða stunduðu skipulagðar íþróttir; 271 konur og 172 karlar á aldrinum 16 – 38 ára og var gögnunum safnað á árunum 2013 – 2017. Upplýsingar um þjálfunarmagn á viku og blóðgreiningar voru til fyrir hvern einstakling. Einnig voru til niðurstöður úr líkamsþáttamælingum (líkamsþyngdarstuðull og prósent líkamsfitu) fyrir hluta hópsins eða 266
    einstaklinga (59%) og voru þær einnig notaðar. Járnskortur var skilgreindur sem ferritin <30 μg/L og hemoglobin ≥130 g/L (karlar) eða ≥120 g/L (konur).
    Niðurstöður: Í þessu samsetta þýði voru 30% kvenna með járnskort borið saman við 9% karla (P<0.001) (40% kvenna og 10% karla í minna þýðinu (P<0.001)). Hærri líkamsþyngdarstuðull var tengdur minni líkum á járnskorti (OR: 0.80; 95%CI: 0.68-0.95) en engin tengsl fundust milli hlutfalls líkamsfitu og járnskorts. Þegar litið var á líkanið skipt eftir kyni komu fram minni líkur á járnskorti við aukna þjálfun hjá körlum (OR: 0.821; 95%CI: 0.69-0.98) en ekki hjá konum. Auk þess virðist aukinn
    aldur hjá konum tengjast minni líkum á járnskorti (OR: 0.88; 95%CI: 0.81-0.95).
    Ályktanir: Ljóst er að járnskortur er algengara vandamál meðal íþróttakvenna heldur en íþróttamanna. Það var áhugavert að sjá að bæði aukin þjálfun og hærri líkamsþyngdarstuðull draga úr líkum þess að þjást af járnskorti. Þörf er á frekari rannsóknum á járnskorti meðal líkamlega virkra einstaklinga, gjarnan framsýnar ferilrannsóknir, og rannsaka betur hvort tengsl séu á milli hlutfalls fituvefs og
    járnskorts hjá íþróttafólki og öðrum líkamlega virkum einstaklingum.

Accepted: 
  • Jun 6, 2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30653


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Thelma-Rún-Rúnarsd_MSverkefni.pdf1.74 MBOpenComplete TextPDFView/Open
260874153_1115546989254997_183975394349759753_n.jpg248.26 kBLockedDeclaration of AccessJPG