is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30654

Titill: 
  • Efling í starfsumhverfi og starfsánægja hjúkrunarfræðinga á bráðasjúkrahúsi: Lýsandi rannsókn
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Fyrri rannsóknir sýna að starfsánægja hjúkrunarfræðinga og stöðugleiki í starfi tengjast starfsumhverfi og þar með gæðum hjúkrunar og öryggi sjúklinga. Eflandi þættir í starfsumhverfi eru góð hjúkrunarstjórnun á deild, viðunandi mönnun, árangursrík teymisvinna og möguleikar til starfsþróunar. Í ljósi þess að alþjóðlegur skortur á hjúkrunarfræðingum er vaxandi vandi er mikilvægt að auka þekkingu á því sem eykur ánægju hjúkrunarfræðinga og stuðlar að festu í starfi. Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða eflingu í starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga á bráðasjúkrahúsi og tengsl við starfsánægju og áform um að hætta. Rannsóknin var megindleg lýsandi þversniðsrannsókn og voru þátttakendur 867 hjúkrunarfræðingar og hjúkrunardeildarstjórar. Gagna var aflað með rafrænni spurningakönnun með NWI-R mælitækinu um eflingu í starfsumhverfi auk spurninga um starfsánægju og áform um að hætta í starfi. Við greiningu gagna var notuð lýsandi tölfræði og aðhvarfsgreining til að kanna tengsl breyta. Starfsánægja mældist almennt nokkur eða 2,6 (á kvarðanum 1-4) en tæplega fimmtungur þátttakenda ráðgerir að hætta í núverandi starfi innan eins árs. Af eflandi þáttum í starfsumhverfi hefur teymisvinna mest vægi, þar á eftir kemur stuðningur næsta yfirmanns og minnst vægi hefur viðunandi mönnun. Tengsl eflandi þátta í starfsumhverfi sýna jákvæð og marktæk tengsl starfsánægju við teymisvinnu (OR=2,797; p<0,05) og stuðning stjórnenda (OR=2,956; p<0,05) en tengsl mönnunar og starfsánægju reyndust ekki marktæk. Minni líkur á áformum um að hætta í starfi reyndust marktækt og jákvætt tengd við stuðning stjórnenda (OR=2,679; p<0,05) og mönnun (OR=1,753; p<0,05) en ekki komu þar fram marktæk tengsl við teymisvinnu. Af niðurstöðum rannsóknarinnar má álykta að stuðningur stjórnenda og viðunandi mönnun geta dregið úr áformum hjúkrunarfræðinga um að hætta í starfi. Einnig koma fram skýr skilaboð um að stuðningur stjórnenda auk góðrar teymisvinnu lækna og hjúkrunarfræðinga geta haft jákvæð áhrif á starfsánægju hjúkrunarfræðinga.

  • Útdráttur er á ensku

    Former studies indicate that job satisfaction, intention to leave job and also quality of nursing care and patient safety are linked to different factors in hospital nurse work environment. Empowering factors
    of work environment are good nurse management, adequate staffing, successful teamwork and nurse opportunity for professional development. In view of increasing global nursing shortage it is important to enhance knowledge about factors related to nurse job satisfaction and job commitment. The purpose of this study was to investigate empowering factors in nurse work environment in acute hospital setting in relation to job satisfaction and intention to leave job. This was a cross-sectional descriptive study with participation of 867 nurses and nurse managers. Data collection was conducted with an electronic questionnaire using the NWI-R instrument about empowerment in nurse work environment as well as questions on job satisfaction and intent to leave job. For data analysis descriptive analysis was used and logistic regression to investigate relationships between variables. Study findings show that job satisfaction measures relatively high, with a mean score of 2,6 (scale 1-4) but one fifth of participants intents to leave current job within a year. In terms of empowering factors in the work environment teamwork ranked highest, then nurse management support and adequate staffing ranked lowest. The relationship between empowering factors in work environment shows positive significant relationship between job satisfaction and teamwork (OR=2,797; p<0,05) and nurse managers support (OR=2,956; p<0,05) but adequate staffing was not significantly related to job satisfaction. Decreased probability of participants intention to leave was positively and significantly related to nurse managers support (OR=2,679; p<0,05) and adequate staffing (OR=1,753; p<0,05) but intention to leave was not significantly related to teamwork. According to study results it can be concluded that support of nurse managers and adequate staffing can reduce nurse intention to leave. Also the results provide a clear message about how support of nurse managers and good nurse doctor teamwork can increase nurse job satisfaction.

Samþykkt: 
  • 6.6.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30654


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
yfirlýsing lokaverkefni.pdf419.21 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Meistararitgerð ADB 2018.pdf857.71 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna