is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30656

Titill: 
  • Titill er á ensku Hostile Thoughts in People with Schizophrenia: Comparing Data from the Ambiguous Intentions Hostility Questionnaire (AIHQ) List between a Clinical Sample and a Control Group
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur rannsóknarinnar var að finna íslenskan samanburðarhóp til að bæta notkun AIHQ kvarðans við mælingu á einkennum geðraskana hérlendis. Myndaður var samanburðarhópur 161 sjálfboðaliða sem borinn var saman við hóp 72 einstaklinga frá meðferðargeðdeild Landspítala fyrir ungt fólk með geðrofssjúkdóm á byrjunarstigi. Samanburðarhópurinn svaraði spurningum á netinu en sjúklingarnir svöruðu skriflega í viðurvist þjálfaðra leiðbeinanda. Þrjár víddir eignunarstíls voru skoðaðar, þ.e. ásökun, fjandsemi og árásargirni. Óháð t-próf var notað til að bera saman niðurstöður fyrir hópana. Marktækur munur kom fram á niðurstöðum milli hópa fyrir bæði ásökunar- og fjandsemisvíddina en fyrir árásargirni reyndist munurinn ómarktækur. Réttmæti, mælt með Cronbach ́s Alpa, reyndist ásættanlegt fyrir ásökunarvíddina, en hins vegar lágt fyrir fjandsemi og ófullnægjandi fyrir árásargirni. Af þeim sökum ber að túlka niðurstöður fyrir tvær síðari víddirnar með varúð. Kvarðann þarf þessvegna að bæta til að nýta megi með góðu móti við mælingu á fjandsemi, og hann þarfnast róttækra endurbóta eigi að nýta hann til að mæla árásargirni.

  • Útdráttur er á ensku

    The study aimed to improve the use of the AIHQ-list in measuring symptoms of psychotic disorders in Icelandic patients by creating a control group to use as a baseline reference against clinical groups. A control group of 161 volunteers and a patient group of 72 individuals was used. The controls accessed the list on the internet while the patients answered on paper in the presence of trained professionals. Three dimensions of the attributional style were studied, i.e. blame, hostility and aggression, using an independent sample t-test to compare results from the groups. A significant difference was demonstrated between the groups for both blame, and the hostility dimensions while an insignificant difference was exhibited between groups for the aggression dimension. However, while internal consistency as measured by the Cronbach's Alpha was acceptable for the blame dimension, it was low for the hostility dimension and unacceptable for the aggression dimension. Results for the latter two dimensions, therefore, need to be interpreted cautiously. The study suggested that while the AIHQ-list is acceptable to measure the blame dimension, it requires amendments to be of good use for the hostility dimension and needs radical restructuring to be applied to measure the aggression dimension.
    Keywords: AIHQ-list, social cognition, attributional style, hostility, blame, aggression

Samþykkt: 
  • 7.6.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30656


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skemman_BirtaMarsilia.pdf368.05 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna